Vera - 01.06.2000, Page 32

Vera - 01.06.2000, Page 32
R R I F 1 f é I a g u□g r a £E ÍVI I N I S I A Er tilgangur með Hlaðvarpanum, og þá hver? Árió 1985 keypti fjöldi kvenna hlutabréf í tveimur hús- um sem við þekkjum undir nafninu Hlaðvarpinn. Eins og fram kemur í viðtali við Helgu Thorberg i síðasta tölublaði Veru var Hlaðvarpinn stofnaður með það að markmiði að sameina i einu porti fjölbreyttan kvennarekstur og kvennastarfsemi í þeim tilgangi að skapa konum vettvang til að framkvæma hug- myndir sínar. Þessi hugmynd hefur verið fram- kvæmd út um allan heim og hafa Danmörk, Noregur og Svíþjóð verið þar framarlega. Kvennahús i þessum löndum hafa verið mjög öflug og eru auðþekkjanleg enn þann dag í dag. Þar starfa alls konar konur að alls kyns málefnum og skammast sín ekkert fyrir það. Ekki er þó hægt að segja það sama um kvennahúsið Hlaðvarpann, að frátöldum Stígamótum, kvennablaðinu Veru og Fríðu frænku. Ef gengið er fram hjá íslenska Hlaðvarpanum er ekkert sem minn- ir á að þar sé um öfluga kvennastarfsemi / rekstur að ræða, þó svo að gengið væri inn í hann. Fyrir þau ykkar sem ekki hafa komið inn í húsið viljum við taka ykkur með á Grand-tour um Hlað- varpann. I kjallaranum má bráðum finna kokk sem mun starfrækja hefðbundinn veitingastað með koníaksstofu og öllu tilheyrandi, þessi ágæti kokkur mun einnig þjónusta Kaffileikhúsið sem er staðsett á 1. hæð hússins. Sal Kaffileikhússins er svo hægt að leigja út á einkaforsendum, s.s fyrir fermingarveislur og aðalfund blóma- sala. A 2. hæð eru skrifstofurVeru en þar fyrir utan er rúmlega 100 fermetra pláss og er því svæði skipt á milli karlkyns nuddara og skrifstofu rektors Listahákólans, í einu horninu má þó finna litla skrifstofu framkvæmdarstýru Hlaðvarpans. I risinu, sem er ágæt- isrými, er geymsla fyrir lager Fríðu frænku og jólakúlur einhverr- ar konu, sem enginn veit hvaðan komu og enginn nennir að henda út! 3 2 • V E R A

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.