Vera - 01.06.2000, Page 34

Vera - 01.06.2000, Page 34
> Baráttukona úr Dj/rafirði Rætt við Ólöfu G. Valdimarsdóttur, ættingja kæranda í einu umdeildasta kynferðisbrotamáli seinni ára Hún er arkitekt og formaður Arkitektafélags íslands, varaþingkona Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og var formaður Náttúruverndarráðs þar til hún hætti í janúar sl. m.a. vegna ágreinings í virkjanamálum. En Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur vakið'athýgli fyrir fleira. Sl. haust rauf hún ákveðna hefð hvað varðar umræðu um kynferðisbrotamál með skeleggum blaðaskrifum sem ættingi kæranda í eiqu umdeildasta dómsmáli síðari ára. Það var þegar meirihluti Hæstaréttar sýknaði föður af ákæru dóttur sinnar eftir að Héraðsdómur hafði jfyívegis dæmt hann sekan. Mikil blaðaskrif spruttu út af málinu og átti 'Jón Steinar Gunn- laugsson, verjandi föðurins, ekki minnstan þátt í því hvað þau urðu harðvítug. Sú framganga hans þótti í hæsta máta óviðeigandi og var kærð til siðanefndar Lögmannafélagsins sem úrskurðaði nýlega Jóni Steinari í hag. Enn er málinu þó ekki lokið því í undirbúningi er að kæra meðferð málsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. VERA ræddi við Ólöfu Guðnýju um líf hennar og lífsviðhorf.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.