Vera - 01.06.2000, Side 35
byrjaði nýlega að vinna aftur sem
arkitekt eftir að hafa verið framkvæmda-
stjóri Arkitektafélagsins í rúm þrjú ár. Þegar
hún hætti því var hún beðin að vera for-
maður félagsins og skoraðist ekki undan
því fremur en öðru sem hún hefur verið
beðin að gera. Formennsku í Arkitektafé-
laginu fylgir stjórnarseta í Bandalagi ís-
lenskra listamanna og hún er einnig full-
trúi félagsins í stjórn Norræna byggingar-
dagsins. Miklar annir hafa verið hjá félag-
inu undanfarið í tengslum við Menningar-
borgina, t.d. útgáfa bókar um íslenska
byggingarlist. Olöf segist ánægð með að
vera farin að starfa hjá Gylfa Guðjónssyni
arkitekt þar sem hún sér m.a. um nýtt
deiliskipulag fyrir hluta miðbæjarins. Olöf
á tvær dætur, Veru 1S og Láru 8 ára, og býr
með þeim í Artúnsholti. En hún er fædd og
uppalin á Núpi í Dýrafirði og telur að sá
uppruni muni alltaf fylgja sér.
„Eg ólst upp í stórum systkinahópi, við
systurnar erum átta og einn bróðir. For-
eldrar mínir heita Aslaug Sólbjört Jensdótt-
ir og Valdimar Kristinsson sem voru bænd-
ur á Núpi á móti föðurbróður mínum og
konu hans sem áttu heima á neðri hæð-
inni. Þarna ólst ég upp í sveitasælunni, inn-
an um dýrin og náttúruna og fjölda fólks
því á staðnum var barnaskóli, héraðsskóli
og kirkja. Foreldrar mínir voru mikið fé-
lagsmálafólk, mamma var formaður kven-
félagsins og pabbi oddviti og formaður
skólanefndar og hélt bæði hreppsnefndar-
fundi og skólanefndarfundi í stofunni
heima, auk þess sem hreppsskrifstofan var
á heimilinu. Föðurbróðir minn var org-
anisti og fóru söngæfmgarnar fram á neðri
hæðinni en kirkjukaffið var á báðum hæð-
unum og þá var mikil hátíð.
Það var því gestkvæmt á heimilinu, t.d.
var algengt að fólk af Ingjaldssandi fengi að
gista á leið sinni að heiman eða heim en þá
var langt ferðalag út á Ingjaldssand. Sím-
stöð staðarins var heima hjá okkur en póst-
húsið á neðri hæðinni. Eitt af fyrstu
skyldustörfum mínum var að sækja nem-
endur í Núpsskóla í síma, en þá var enginn
sími í skólanum. Miðstöðin var inni í stofu
heima en símabox á ganginum. Ef nem-
endur þurftu að hringja komu þau til okk-
ar þegar símstöðin var opin ákveðinn tíma
a dag, sátu á bekkjum á ganginum meðan
þau biðu eftir að komast í sveitasímann."
I Héraðsskólann á Núpi komu ekki bara
nemendur úr nærliggjandi sveitarfélögum,
þangað kom mikið af unglingum úr
Reykjavík. Félagsmálastofnun Reykjvíkur
hafði líka samning við skólann og voru
dæmi þess að unglingar fengju að velja á
milli þess að fara á Núp eða á unglinga-
heimili fyrir sunnan. Segist Olöf hafa heyrt
marga tala um að dvölin á Núpi hafi gert
þá að mönnum.
„Eg held að þessir krakkar hafi ekki
endilega verið vandræðabörn. Mörg þeirra
voru skapandi og skemmtilegir unglingar
sem pössuðu ekki inn í skólakerfið eins og
það var þá. A Núpi fengu þau að njóta sín
því það var pláss fyrir alla í félagslífmu sem
var með blómlegri tónlistar- og leiklistar-
starfsemi.“
Sjálf gekk Olöf í barnaskólann á Núpi
sem var í næsta húsi. Það var eins og í Hús-
inu á sléttunni; einn kennari og allir ár-
gangar í sömu stofu. Eftir barnaskólann lá
leiðin í héraðsskólann. „Mér fannst mjög
gaman í héraðsskólanum og kynntist fullt
af krökkum, bæði úr sveitunum í kring og
úr Reykjavík. Krakkarnir þaðan komu með
alveg nýja menningu og nýja tísku inn í
þetta litla samfélag. Þau voru mörg frá vel-
stæðum heimilum og fengu póstsendingar
með nýjustu tískufötunum úr Karnabæ
sem okkur þótti gaman að fylgjast með.“
Að loknu landsprófi hélt Olöf í Mennta-
skólann í Reykjavík. „Mér fannst vont að
flytja úr samfélaginu mínu í þessa heims-
borg sem mér fannst Reykjavík vera. Hrað-
inn var svo mikill, allt háð tímasetningum
og ekkert mátti út af bera. Mér fannst þetta
yfirþyrmandi og leiddist óskaplega. Ég var
tvo vetur í MR en var síðan svo heppin að
Menntaskólinn á Isafirði var ný tekinn til
starfa. Þangað fór ég og kunni afskaplega
vel við mig og lauk þaðan stúdentsprófi
1976. Jón Baldvin Hannibalsson og Bryn-
dís Schram stjórnuðu skólanum. Þau voru
einstaklega gott fólk, sömuleiðis kennar-
arnir sem þau fengu til starfa. Þetta samfé-
lag hentaði mér miklu betur og ég átti
miklu meiri samleið með krökkunum
heldur en nemendum MR sem höfðu allt
annan bakgrunn. I MI tók ég mikinn þátt í
félagslífi og eignaðist marga góða vini sem
ég á enn í dag. Jón og Bryndís hafa haldið
mikilli tryggð við okkur. Þau eru aldrei svo
upptekin að þau gefi sér ekki tíma til að
hitta gamla nemendur MI við ýmis tæki-
færi.“
Á ísafirði lagði Ólöf grunn að framtíð-
arstarfmu með því að læra tækniteiknun
við Iðnskóla Isafjarðar og fékk það metið
sem valgrein til stúdentsprófs. Eftir ár í
vinnu á teiknistofum í Reykjavík hélt hún í
arkitektanám til Arósa sem tók sex vetur.
Lokaverkefnið var teikning að tónlistarhúsi
fyrir Isafjörð sem sameinaði tónlistarskóla
og tónleikasal. Þegar hún flutti aftur til
landsins ákvað hún að dvelja vetrartíma
heima á Núpi.
„Þetta var ómetanlegur vetur,“ segir hún,
„Við vorum bara þrjú heima, ég og for-
eldrar mínir, og ég komst aftur í tengsl við
landið og náttúruna. Ég orti ljóð og skrif-
aði leikrit á milli þess sem ég fór í göngu-
ferðir og hjálpaði pabba við bústörfm."
Enn eru ljóðin og leikritin í skúffunni en
3 5
VERA •