Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 45

Vera - 01.06.2000, Blaðsíða 45
alveg síðan þau voru hellisbúar eða bjuggu á Mars og Venus. Búið er að greina algeng hegðunarmunstur kynjanna og setja fram þau svör sem leysa togstreituna þar á milli. Við erum með ólík eðli, hvorugt eðlið er betra eða verra en hitt, það sem þarf að gera er að sætta sig við muninn og leika rétt hlutverk. Þarna koma fram íhaldssamar og þröngar kynjamyndir sem byggja í raun á að viðhalda ríkjandi mismun kynjanna. Slíkar útskýringar á lífmu geta virst þægi- legar og tala oft inn í reynslu fólks, en byggja á mjög einfölduðum rökum. Rökin byggja gjarnan á tvíhyggju sem miðar að því að skilgreina tilveruna út frá mismun tveggja, menning — náttúra, karlar — konur, karlar eru frá Mars — konur eru frá Venus, karlar eru veiðimenn — konur safnarar, karlar stjórnast af testosteron — konur af estrogeni og svo framvegis. Ekki er litið til sameiginleikans heldur einblínt á muninn. Karlar eru frá Mars, Konur eru frá Venus I formála bókarinnar Karlar eru frá Mars, Konur eru frá Venus kemur fram að rétta svarið er talið í höfn, eins og stendur í inn- ganginum: „Lestur þessarar bókar vekur jafnvel undrun á því hvernig nokkrum tekst að vera í góðu sambandi án hennar." Höfundur eignar hvoru kyninu sína eigin- leika og hliðarskref frá því þýðir að maður tileinki sér eiginleika sem eru manni ekki eðlislægir. Gray segir: „Ég vil fullvissa þig um ' það er í besta lagi þótt þú finnir þig í hlut erki hins kynsins. Ég legg til að þeg- ar þú hefur ekki skilning á einlivcdn í bók- inni gefir þú því annað hvort ekki gau.u eða leitir dýpra innra með þér. Margir kari ar hafa afneitað sumum karleiginleikum sínum í þeim tilgangi að verða ástríkari og hlýrri. A sama hátt hafa margar konur af- neitað einhverjum af kveneiginleikum sín- um til þess að sjá fyrir sér á starfsvettvangi sem krefst karleiginleika." Þó að það sé allt í lagi að finna sig í eiginleikum hins kyns- ins þá er það samt á þeim forsendum að maður afneiti með því kven- eða karleigin- leikum sínum. Það hlýtur að leiða af sér að þau sem ekki haga sér samkvæmt skilgrein- ingunni um eðli kynjanna séu að afneita eðli sínu. Gauti Sigþórsson segir frá því í grein sinni í bókinni Flögð og fögur skinn hvernig þetta eðli sem sett er fram í bók- inni um Mars og Venus eigi sér sögulegar rætur í bandarísku gullöldinni. Um er að ræða kynjaímyndir af velmegandi, heil- steyptum kjarnafjölskyldum eftirstríðsár- anna þegar efnahagurinn stóð í blóma og ýmis lífsþægindi urðu mjög aðgengileg. Fólk hélst gift hvert öðru, næg atvinna var og veröldinni var snyrtilega skipt í Sovét- ríkin og „hinn frjálsa heim“. Bókin um Mars og Venus lýsir söknuði eftir þessu ástandi, þar sem var einfaldari pólitískur vettvangur, áður en sjálfsmyndir splundr- uðust í ótal spurningar um vald, atvinnu, sjálfstæði, menntun, jafnrétti, kynhneigð og svo framvegis. Þessi einfaldleiki, sem í raun hefur aldrei verið til, er uppmálaður sem hið eðlilega norm mannsins þar sem reynt er að gleyma hinum pólitíska líkama. Bók eins og þessi hefur nefnilega að mark- miði að þagga aftur niður þær raddir sem samþykkja ekki einfaldaða tvískiptingu og gera sér grein fyrir raunverulegum margbreytileika mannlífsins. I bókinni kemur í raun fram lýsing á karlveldi þar sem hefðbundin tvíhyggja ríkir, karlinn er virkur en konan óvirk, karlinn er skynsam- ur en konan á valdi tilfinn- inga. Marsverjarnir (karl- kynið) meta völd, hæfni, dugnað og árangur mik- ils. Þeir eru alltaf að reyna að sanna sig og treysta völd sín. Þeir meta sjálfa sig út frá hæfni til að ná árangri. Þetta endur- peglast í öllu þeirra atferli, til dæmh vinsældum á alls kyns einkennisfatnaði, þeir lesa ekki sálf.veði tímarit heldur stunda veiðar og kappakstur, og þeir hafa áhuga á hlutum frekar en fólki. (Hér verður að geta þess að Gray, höfundur bókarinn- ar, er sálfræðingur og hlýtur því sam- kvæmt þessum lýsingum að vera í mótsögn við sjálfan sig.) Marsverjar verða að ná markmiðum sínum upp á eigin spýtur því sjálfstæði er tákn dugnaðar, valds og færni. Vegna þessa sjálfstæðis verða konur að vara sig á að leiðrétta þá, því að ráðleggja karlmanni óumbeðin er að telja víst að hann ráði ekki við að leysa hlutverk sitt og það ergir hann. Gildismat Venusardísanna (kvenkynsins) byggir aftur á móti á ástinni, samskiptum, fegurð og samböndum. Þær styðja og hjálpa hver annarri, þurfa mikið að tala og eiga djúp trúnaðarsamtöl. Venusardísirnar eru allar sálfræðingar. Aðalmunur kynjanna er sá að karlinn vill leysa málin en konan vill tala um þau. Vegna þessa verður oft misskilningur og óánægja. Það er árangursrík framsetning á karl- mennskunni, til að viðhalda valdinu á sín- um stað, að segja að ekki sé í eðli karla að taka tilsögn. Hvað getur kona sem ekki má leiðrétta eða segja karlmanni til, verið ann- að en óvirk og afstöðulaus? I bókinni er gefið upp 101 atriði sem karlinn getur gert til að skora stig hjá konunni. Þau endurspegla áfram virkni karlsins en óvirkni konunnar. Hér koma nokkur þeirra: • Sinntu henni óbeðinn í 20 mínúlur og veittu henni óskipta athygli þína (ekki lesa blaðið eða vera með hugann við eitthvað annað á meðan). • Faðmaðu hana að þér fjórum sinnum á dag. ’ Aktu hœgt og ör- _ ega, taktu tillit til þess sem hún vill. • Þú getur boðist til að brýna hnífana í eldhúsinu. • Þegar þú ert að hlusta ú hana skaltu fullvissa hana um að j)ú hafir áhuga með því að gefa frá þér hljóð á borð við „ummm ó, jamm og nú“. • Hlœðu að bröndurum hennar og kímni. A eftir þessu 101 atriði sem hann á að gera til að „halda henni góðri“ segir að konan þurfi að vera sérstaklega nær- gætin og þakklát fyrir það sem liann gerir fyrir hana. Konan (hin óvirka) þarf ekki 101 viðmiðunaratriði til að 4 5 VER A •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.