Vera - 01.06.2000, Side 46

Vera - 01.06.2000, Side 46
Hellisbúinn flytur þann boðskap að karlmenn séu ekki aumingjar heldur bara öðruvísi. Það er mjög sterkur leikur gegn kvennabaráttunni að gera karlana að fórnarlömbum, t.d. að þeim sé farið að ganga verr í skóla og viti ekki hvernig þeir eigi að umgangast kvenkynið. gleðja karlinn. „Karlmaður þarf í rauninni ekki annað en ást til að stigin séu jöfn í sambandi." Hennar hlutverk er aðeins að styðja hinn virka aðila. Karlmaðurinn þarf viðurkenningu fyrir sín verk; hann er ger- andi, hann hefur sjálfstraust til fram- kvæmda og vill viðurkenningu fyrir það. Konan þarf aftur á móti stuðning, faðmlög, að hann hlæji að bröndurum hennar, því hún einkennist af óöryggi og ósjálfstæði. Konan getur því ekki framkvæmt upp á eigin spýtur og krafist viðurkenningar, heldur þarf hún stuðning til að geta. Karl- mennskan felst í því að vera virkur, vernda konuna, vera í eðli sínu viðgerðamaður, vera íbygginn og þegja og skríða inn í hell- inn sinn ef eitthvað bjátar á. Það þarf ekki að spyrja að því hvar valdið á að liggja. Bókin er í raun handrit að eðlis leikriti sem fólk getur sett upp í lífi sínu og á þannig að geta lagað samskipti sín og nán- ast útrýmt vandamálum. Ef leikritið brýtur gegn samvisku einhvers er það eflaust vegna þess að hann/hún hefur ekki kafað nógu djúpt í sjálfa/n sig og fundið sína sönnu karlmennsku eða kvenleika. Þannig má sjá að bók eins og þessi, sem gefur sig út fyrir að vera lýsing á veruleikanum, er í raun klifun á norminu. Ef litið er á kyn- gervið sem gjörning, að allt sem við ger- um sé í raun hluti af því að skapa kyngervi okkar, má sjá hvernig Gray hefur í bókinni skapað hlutverk til samsömunar sem við getum gengið inn í við sköpun kyngervis okkar. Hver ítrekun hefur áhrif á göngu okkar inn í kyngervið, kyngervið er ekki eitthvað fast heldur erum við alltaf að mæla út hvernig er kvenlegt eða karlmann- legt að haga sér. Hellisbúinn Hellisbúinn er ein vinsælasta framsetning þessa boðskapar í dag. Hann byggir í flestu á sömu hugmyndafræði og ofannefnd bók. Aðalviðfangsefnið er þó að afbyggja þá leiðu skoðun kvenna að karlmenn séu aumingjar! Leikurinn fjallar um hina marg- umtöluðu tilvistarkreppu karla í dag. Þeir geta ekki gert konunum til geðs og vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér, vera mjúkir eða harðir... og eru bara sagðir aumingjar! En Hellisbúinn, sem er settur fram sem einhverskonar Guð leikritsins, flytur nýtt fagnaðarerindi; karlmenn eru ekki aumingjar, þeir eru bara öðruvísi, kynin eru eins og tveir aðskildir þjóðflokk- ar. Lausnin felst í því að karlar eru í sínu innsta eðli veiðimenn en konur safnarar. Samkvæmt eðli sínu einbeitir veiðimaður- inn sér aðeins að einu í einu, þ.e. bráðinni. Konan hefur aftur eðlislæga eiginleika safnarans, að hugsa um margt í einu. Þar sem þetta eðli býr í kynjunum alveg síðan þau voru hellisbúar, gildir það sama í dag. Þetta veldur ýmsum árekstrum milli kynj- anna því konunni er ómögulegt að skilja að karlinn geti ekki hugsað um margt í einu eins og hún, því hann sem veiðimaður get- ur aðeins einbeitt sér að einu í einu; bráð- inni. Þessi framsetning virðst slá í gegn þrátt fyrir þá staðreynd að karlmenn fylla til dæmis flestar æðri stöður þar sem stjórnun og yfirsýn eru mikilvægir þættir. Ég efast um að einhver héldi því fram að Davíð Oddsson eða Kári Stefánsson geti að- eins hugsað um eitt í einu, frekar en Ingi- björg Sólrún. Þessi orðræða veiðimannsins og safnarans felur í sér það vald að telja hinum valdaminni trú um að í raun séu þeir fjölhæfari, en slær ryki yfir þann fé- lagslega raunveruleika sem birtist í samfé- laginu. Hellisbúinn var broslegur á köflum því fólk sér að einhverju leyti aðstæður sínar. Mörg atriðin lýsa raunverulegum sam- skiptavandamálum kynjanna innan hins hefðbundna sambúðarforms. En margs- konar sambúðarform eru til, til dæmis er líklegt að fólk sem býr við öfugar aðstæð- ur við Hellisbúann, þ.e. konan vinnur meira úti og karlinn sér um heimilið, sjái sig að einhverju leyti öfugt í verkinu. Eins má greina slík samskiptavandamál fólks af sama kyni sem býr saman, hvort sem um samleigjendur er að ræða eða elskendur. Náið sambúðarform skapar viss samskipta- vandamál. Þegar hið gagnkynhneigða sam- búðarform fær þann heiður að útskýra eðli kynjanna held ég að boðskapurinn sé orð- inn varasamur. Þá staðfestir hann hina ein- földu samfélagsgerð sem dæmir allt óeðli- legt sem ekki fellur að hinu hefðbundna normi. Það er einmitt þetta forræði sem Judith Butler gagnrýnir í kenningum sín- um um kyngervið. Gagnrýni hennar bein- ist að hinu gagnkynhneigða forræði sem gengur út frá því sem eðlilegu og greinir þar með allan annan lífsstíl frá sem óeðli- legan. Ekki er verið að gagnrýna val gagn- kynhneigðs fjölskyldufólks heldur það for- ræði sem slíkt form hefur fram yfir önnur. Karlafræðarinn; karlmenn undir beltisstað Karlafræðarinn; karlmenn undir beltisstað er enn eitt birtingarform hugmyndanna um eðli kynjanna. Þar er fjallað á kíminn hátt um líkama karlmannsins. Það virðist vera erfitt að setja þessi fræði um karlinn fram á alvarlegum nótum, það er á skjön við karlmennskuna! Karlmennskan er virk í þessum lýsingum. Sæðisfrumunum er líkt við smásæja sportbíla, sæðisgusu við tappa 46 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.