Vera - 01.06.2000, Page 47

Vera - 01.06.2000, Page 47
úr kampavínsflösku og svo framvegis. Hormónarnir virðast vera aðalhegðunar- hvati karlsins. En þar stendur: „Að vera karl- maður snýst ekki eingöngu um vöðva á handleggj- um, skegg á höku og pendúl milli fóta. I því felst líka ýmis félagsleg og kynferðisleg hegðun og alls konar flókið munstur sem forritað var í heilann í árdaga og hjálpaði forfeðrum okkar að lifa af, fjölga sér, fara með sigur af hólmi — hvatir, jtarfir og við- brögð sem sum hver eru orðin nœsta óviðeigandi í þjóðfélagi nútímans. Einhvers staðar djúpt inni í öllum karlmönnum er Rambó bundinn og keflaður í fjötra samfélagsins. Þessi tímaskekkja, þessi mynd manndómsins stafar af víxlverkun milli frumstœð- ari hluta heilans og testósteróns. “.Þótt menn séu tilneyddir að fylgja Ieikreglum samfélagsins eru þeir í reynd jtrœlar undir oki karlhormónsins sem er ekki alltaf sérlega sanngjarn eða heillandi hús- bóndi. Og jtegar karlmaðurinn dansar manndóms- dansinn slá eistun taktinn. “ Rambó er sem sagt mynd hins uppruna- lega karlmanns sem stýrist af karlhormón- inu og býr í hverjum karli, hvort sem hon- um líkar betur eða verr. Þessi fræði tengja hegðun og tilfmning- ar karlmannsins mjög sterkt við karlhorm- ónið, magn þess ræður því jafnvel hvort barn aðhyllist dúkku eða bílaleiki. Þetta hormón er orsök þess að karlmenn eru karlmenn og er ástæða uppátækja karla, eins og til dæmis slagsmála á fótboltavell- inum. Ekki nóg með það að karlhormónið testosteron stjórni körlum heldur er því haldið fram að það stjórni kynlöngun kvenna, en um konuna stendur:......en hafi hún misst nýrnahetturnar sem framleiða megnið af því litla testosteroni sem konan hefur í blóði, tekst hvorki ítölskum flagara né íslensku kvennagulli að koma henni til." Miðað við þetta litla magn sem konur hafa af testosteroni hljóta þær að hafa afar takmarkaðan áhuga á kynlífi. En svo segir að kona sem hefur hærra testosteronmagn i blóði sé ekki bara virkari bólfélagi heldur a hún auðveldara með að eignast vini! Það er ekki að spyrja að því að karlhormónið er hið „virka“ hormón. Hvað veldur vinsældum Hellisbúaorðræðunnar? Bókin Karlar eru frá Mars, Konur eru frá Venus var samkvæmt NewYorkTimes mest selda bókin í tvö og hálft ár, en hún kom út árið 1992 og var þýdd á íslensku 1995. Hellisbúinn hefur slegið aðsóknarmet. A 200 sýningum hafa rúmlega 70 þúsund manns séð sýninguna. Það er um það bil 1/4 Islendinga! Verk eins og þessi njóta greinilega gríð- arlegra vinsælda í vestrænum samtíma. Maður (kona) veltir fyrir sér hverju það sæti. Þrátt fyrir að t.d Hellisbúinn sé sæmi- lega leikinn er hann ofureinfaldur og klisjukenndur. Þarna er ekki verið að segja neitt nýtt, heldur er þetta klifun á ráðandi orðræðu. Eg ætla að setja hér fram þrjú at- riði sem ég tel vera meðal ástæða þessara vinsælda Hellisbúans. I fyrsta lagi hefur orðræðan um tilvist- arkreppu karlmanna, sem Hellisbúinn gengur út frá, náð gífurlegum vinsældum. Hellisbúinn flytur þann boðskap að karl- menn séu ekki aumingjar heldur bara öðruvísi. Það er mjög sterkur leikur gegn kvennabaráttunni að gera karlana að fórn- arlömbum, t.d. að þeim sé farið að ganga verr í skóla og viti ekki hvernig þeir eigi að umgangast kvenkynið. Með kvennabarátt- unni komu margar endurskilgreiningar á kynhlutverkunum og því geta fylgt vissar krísur sem bæði kynin þurfa að glíma við. En ennþá á kvennabaráttan langt í land með að ná jafnri stöðu og réttindum fyrir konur. Ekki þarf annað en að fletta dagblaði til að sjá að karlkynið fyllir að miklum meirihluta æðri stöður og stjórnunarstöð- ur samfélagsins. Eg á erfitt með að sjá að karlar þurfi að vera í kreppu hvað varðar kynhlutverkið frekar en konur, og reyndar hafa ýmsir karlmenn látið það í ljós með því að kalla tilvistarkreppu karla „karla- væl“. I öðru lagi er orðræða sem einblínir á mun kynjanna eins og Hellisbúinn gerir mjög vinsæl. Þessi árátta að einblína á mis- mun finnst í mörgum myndum í samfélag- inu. Til þess að tilheyra einhverjum hópi samsömum við okkur hópnum og sköpum mun á þeim sem tilheyra og „hinum". Þetta sést t.d. í stjórnmálaflokkum, íþrótta- félögum og kirkjudeildum. Manneskjan skapar sér sjálfsmynd (identity) með því að samsama sig einu en aðgreina sig öðru. Þannig skapast örugg staða þar sem hún tilheyrir einhverju. Karlmennskan er gjarn- an skilgreind út frá „hinum", þ.e. því sem hún er ekki; kvenleg og hommaleg. Fylgi- fiskur þessarar áherslu á mun er gjarnan dæmandi viðhorf gagnvart „hinum". Það sést t.d. á því hvernig karlmennska Hellis- búans er dæmandi gagnvart karlmennsku hommans, eins og kemur fram í verkinu. Hellisbúinn virðist gera ráð fyrir að eðli mannsins sé eðli hins hvíta stofns sem býr við vestrænar aðstæður. Þekkt er að mikill munur er á hegðun og viðhorfum mann- eskjunnar eftir þjóðflokkum og búsetu en verkið tekur þann veruleika ekki með í myndina. I þriðja lagi held ég að vinsældir verks- ins megi rekja til þess að það setur eigin- leika kynjanna í eðli og gefur á þann hátt lausn á samskiptavanda kynjanna. Lausnin er að læra að virða eðli hvers annars. Nú- tímasamfélag er samfélag breytinga, ekki síst varðandi sambúðarform. Kjarnafjöl- skyldan er í upplausn þar sem hátt í helm- ingur sambúða enda með skilnaði, barist er fyrir samþykki samkynhneigðrar fjöl- skyldu til jafns við aðrar og kvennabaráttan hefur skilað konum aukinni atvinnuþátt- töku. I þessari upplausn getur verið gott að koma inn á sýningu sem boðar þér fagnað- arerindi um að kynin séu eins og tveir þjóðflokkar sem verði að læra að lifa sam- an á forsendum hvors annars, ef það tekst að konan sætti sig við eðli karlsins og karl- VERA • 47

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.