Vera - 01.06.2000, Page 51

Vera - 01.06.2000, Page 51
N Æ B I N Q Anna Eiísabet Olafsdottir Æ//// MtÚPU/// Hvítlaukur er sú tegund grænmetis sem hvað lengst hefur verið ræktuð í heiminum. Segja má að hvítlauksræktun sé jafn gömul græn- metisræktun. Hvítlaukur var ekki eingöngu ræktaður sem krydd heldur einnig sem lækningajurt enda hefur hvítlaukur í gegn- um tíðina verið talinn heilsubætandi og sagt að hann hafi hreinsandi áhrif á líkamanum og verndi fólk gegn ýmsum kvillum. Laukar inni- halda brennisteinsefnasambönd en það eru þau sem valda því að tárin renna úr augun- um þegar hann er skorinn niður. Sé laukur- inn eða skurðarhnífurinn bleyttur dregur úr áhrifum þessara óþægilegu brennisteinsefna- sambanda. Hvítlaukur bætir heilsu Hvítlaukur samanstendur af nokkrum smá- laukum, svokölluðum rifum sem haldið er saman með hvítu hýði. Hvítlaukurinn hefur sterkt einkennandi bragð sem gerir hann sérlega vinsælan sem krydd í matargerð. Hann er þó allra lauka vinsælastur sem hollustuvara. í ráðlegging- um sem taldar eru vera frá því 1500 fyrir Krist er hvítlaukur ráðlagður við 20 mismunandi heilsufar- svandamálum, m.a. höfuðverk og hálsbólgu. Sagan segir að Hippokrates hafi ráðlagt hvítlauksneyslu gegn hægðatregðu og einnig til að losa vatn úr líkamanum. Lou- is Pasteur fullyrti árið 1858 að hvítlaukur hefði bakteríu- drepandi áhrif. I seinni heimstyrjöldinni reyndu svo breskir læknar að nota hvítlauk við meðhöndlun á skotsárum til að hindra blóðeitrun og drep. I hvítlauk, eins og öðrum lauk, er mikið af brennisteinssam- böndum og er þar þekktast efnið allicin. Óskorinn er hvítlaukur- inn lyktarlítill en þegar hann er skorinn, pressaður eða tugginn breytist lyktarlausa efnið allicin í lyktarsterka, virka efnið allicin. Þetta gerist fyrir tilstilli efnahvatans allinase. Allicin er efnið sem veldur lykt og bragði ferska hvítlauksins. Allicin er hinsvegar afar ostöðugt efni og breytist hratt í önnur brennisteinssambönd. I dag er ekki full ljóst hver þessara efna eru mikilvægust þegar kemur að heilsubætandi áhrifum hvítlauksins en sum efnasamböndin sem myndast úr allicini eru einnig talin virk efni sem fer þó eftir því hvaða áhrifum verið er að falast eftir hverju sinni. Cóður gegn hjarta- og æðasjúkdómum Margir borða hvítlauk bara vegna þess að þeim finnst hann góður a bragðið. Aðrir borða hann eingöngu vegna trúar sinnar á heilsu- bætandi áhrif hans. Hvítlaukur lækkar kólesteról í blóði og getur einnig haft hagstæð áhrif á hlutfall „góðs" kólester- óls (HDL) og „slæms“ (LDL), þannig að meira verði af því „góða“ en minna af því „slæma". Þá hefur hvítlaukurinn þau áhrif að samloðun blóð- flagna minnkar, sem aftur veldur minni storknunar- tilhneigingu blóðsins og þannig minni líkum á mynd- un blóðtappa. Þessi áhrif hvítlauks eru sérlega heppi- leg fyrir þá sem eru í áhættuhóp fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma og ættu þeir einstaklingar gjarnan að nota hvítlauk reglulega í sinni matargerð. Fólk sem hefur of háan blóðþrýsting ætti einnig að geta notið góðs af neyslu hvítlauks því hann getur stuðlað að lækkun blóð- þrýstingsins. Góður gegn bakteríum og sveppum Hvítlaukur er talinn geta hamið vöxt gersveppsins Candida albicans sem veldur sveppasýkingu í melting- arfærum manna og gjarnan í leggöngum kvenna. Fólk með sveppi á tám hefur prófað að setja hvítlauksrif rnilli táa en ekki þori ég að fullyrða um árangurinn! Vegna bakteríuhemjandi áhrifa er hvítlaukur einnig talinn góður gegn kvefi og flensum og segja margir að hann styrki ónæmiskerfið. Kvefsæknir einstakling- ar prófa gjarnan að setja hvítlauksbát í nefið á sér þegar þeir kvefast og nefið stíflast. Ef hvítlaukur á að hafa bakteríudrepandi áhrif verður að nota hann ferskan. Borðum hvítlauk rcglulcga Allicin hefur andoxunaráhrif og getur því hindrað myndun skaðlegra efna sem síðar geta verið upphaf að myndun krabbameina. Kínversk rannsókn leiddi í ljós sam- band milli hvítlauksneyslu og magakrabba þannig að þeir sem neyttu hvítlauks reglulega fengu síður magakrabbamein en þeir sem ekki gerðu það. Hvítlaukur er sterkur og því getur verið að sumir einstaklingar þoli liann illa, sérstaklega ef þeir eru viðkvæmir í maga. Einstaka fólk hefur ofnæmi fyrir hvítlauk og verður því að láta vera að borða hann. Ekki er gott að ráðleggja hvað borða skal mikið af hvítlauk en nokkur rif í matargerðinni daglega ætti að vera sársaukalaust, en þó er með þetta eins og margt annað að hver verður að finna sína leið og sín mörk og hvað honum/henni hentar best. Mörgum líkar illa lyktin sem hvítlaukurinn veldur en ýmis hús- ráð eru til. Eitt þeirra er að borða steinselju í sömu máltíð því klór- ófyll í steinseljunni eyði lyktinni. Sumir hafa þó ráðlagt sterkt kaffi, hunang, jógúrt eða mjólkurglas. Prófi nú hver fyrir sig. VER A • 51

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.