Vera


Vera - 01.06.2000, Qupperneq 58

Vera - 01.06.2000, Qupperneq 58
U fcj G I E Q L Sóley S. Bender, lektor við Háskóla íslands Hefur ungt fólk greiðan aðgang að getnaðarvörnum? í íslensku samfélagi er margt sem bendir til þess að ungt fólk nái ekki að gera nógu góðar ráðstafanir varðandi notkun getnaðarvarna. Sést það einkum af háum tölum um þunganir unglingsstúlkna. Um fimm hundruð stúlkur yngri en 20 ára verða þungaðar á ári hverju. Þar af er um helmingur sem kýs að ganga með barnið en um helmingur sem fer í fóstureyðingu (landlæknisembættið, 1999). Miðað við önnur Norðurlönd er tíðni þungana unglingsstúlkna yngri en 20 ára mun hærri hér á landi en þar gerist og tíðni fóstureyðinga hefur farið vaxandi á síð- ustu áratugum (Gissler, 1999).Yfirgnæf- andi meirihluti þungana unglingsstúlkna eru óráðgerðar (Sóley S. Bender, 1999) Þegar um óráðgerða þungun er að ræða hefur eitthvað farið úrskeiðis varðandi for- varnir. Getur það átt við um kynfræðslu á heimilum og í skólum, aðgengi að þjón- ustu um getnaðarvarnir er ekki sem skyldi og einstaklingurinn nær ekki að nýta getn- aðarvarnir þegar á þarf að halda. Hér verð- ur sértaklega skoðaður sá þáttur er varðar aðgengi að þjónustu um getnaðarvarnir. Fyrir nokkrum árum síðan var ákveðið að loka Kynfræðsludeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur sem einkum veitti ungu fólki þjónustu varðandi getnaðar- varnir. Sú ákvörðun var tekin án þess að þróa sérstaka móttöku fyrir ungt fólk inn- an heilsugæslustöðva. Aðgengi bæði að pillunni og neyðargetnaðarvörn hefur ekki verið greitt, því þó að veita eigi þessa þjón- ustu á heilsugæslustöðvum þá er skipulag og gæði hennar oft þannig að hún nær ekki að koma til móts við sérþarfir ungs fólks á þessu sviði. Neyðargetnaðarvörn er ekki notuð miðað við þá þörf sem líklega er til staðar meðal ungs fólks og má m.a. rekja það til þekkingarskorts hjá heilbrigð- isstarfsfólki. Getnaðarvarnir hafa ekki verið niður- greiddar hér eins og tilgreint er í lögum nr. 2S frá 1975 um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Eins hefur eitthvað brugðist með að ungt fólk sýni ábyrgð í notkun getnaðarvarna, sem efalítið má rekja til þess að ungt fólk skorti uppeldi á þessu sviði. Margur virðist leggja traust sitt á heppnina og nota ekki neitt. Aðrir hika kannski við að nálgast getnaðarvarnir og eiga kannski ekki getn- aðarvörn upp á vasann þegar á þarf að halda. Enn aðrir geta ekki einhverra hluta vegna farið til læknis til að fá pilluna. Geta ástæður fyrir því verið margar eins og að þau telji að ekki sé hægt að fá pilluna ef stúlkan er yngri en 16 ára gömul, það sé lesið yfir þeim í predikunartón varðandi kynlíf og til staðar getur verið ótti við að hitta foreldra eða einhvern annan sem þau þekkja. Ymsir telja að pillan sé svo óholl að það sé best að forðast hana sem lengst. Allt þetta eru mögulegar hindranir varðandi notkun getnaðarvarna og notkun þjónustu um getnaðarvarnir. Þróun þjónustu fyrir ungt fólk Þegar þróa þarf þjónustu fyrir ungt fólk 58 • VERA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.