Vera - 01.06.2000, Síða 59
J3 E
um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir er
hægt að nálgast það á ýmsa vegu. Það sem
er einkum athyglisvert er að skoða þarfir
ungs fólks (Bruce, 1987). Þegar Fræðslu-
samtök um kynlíf og barneignir (FKB)
byrjuðu með fræðslu og ráðgjöf fyrir ungt
fólk um kynlíf, getnaðarvarnir og barn-
eignir í Hinu húsinu árið 199S kom fljótt í
ljós nauðsyn þess að geta fengið einhverja
mynd af því hvað ungu fólki fyndist um
slíka þjónustu. Ræddi ég við ýmsa hópa
ungs fólks í Hinu húsinu og gaf það mér
hugmyndir um þarfir þeirra. Eins hef ég
rætt við nokkra hópa af ungu fólki, bæði á
Akureyri og í Reykjavík, um viðhorf þeirra
til þjónustu um getnaðarvarnir. Til að öðl-
ast heildarmynd var hins vegar nauðsyn-
legt að gera könnun meðal ungs fólks um
þeirra viðhorf til þjónustu varðandi kynlíf
og barneignir. Gerði ég landskönnun vorið
1996 meðal ungs fólks á aldrinum 17—20
ára sem ég nefndi Viðhorf ungs fólks til sér-
hœfðrar þjónustu ó sviði kynlífs og barneigna.
Alls voru 2500 í úrtakinu og svörun var
um 70%. Þátttakendur í rannsókninni gátu
fengið sendan til sín bækling um getnaðar-
vörn í neyð eða tíu smokka í pakka. Var
bæklingurinn sérstaklega gefmn út vegna
þessarar rannsóknar og var hann styrktur af
Schering og smokkarnir af Klasa hf. Sjálf
rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði
Háskóla Islands. Ég vil þakka þennan
stuðning og öllu því unga fólki sem tók
þátt í rannsókninni og lagði þannig sitt af
mörkum til frekari þekkingar á þessu sviði.
Þjónustan í dag
Spurt var um þá þjónustu um getnaðar-
varnir sem ungt fólk á kost á í dag innan
heilbrigðiskerfisins. í ljós kom að 3% töldu
hana vera góða, um fjórðungur að hún
væri í lagi, en 43% að hún væri ekki nógu
góð og 28% tóku ekki afstöðu. Þegar skoð-
uð var afstaða þeirra sem höfðu nýtt sér
þjónustu um getnaðarvarnir kom í ljós að
það sem unga fólkið var ánægt með var
'> vingjarnlegt viðmót (59%), fagleg fram-
koma (51%), fullnægjandi upplýsingar
(47%), stutt að fara (35%) og geta auð-
veldlega tjáð sig (34%). Af þeim sem voru
óánægð með þjónustuna voru 38% sem
þorðu ekki að spyrja spurninga, 26%
fannst kvenskoðun erfið, 24% gátu ekki
I N A Ð A B V A R N
rætt málin nógu vel, 12% fannst að ákvarð-
anir hefðu verið teknar fyrir viðkomandi
og 10% voru óviss um trúnað.
Þegar spurt var um hvað mætti bæta
vildu 64% að heilsugæslustöðin hefði sér-
staka tíma þar sem væri opið fyrir ungt
fólk og 83% vildu að starfræktir væru sér-
stakir hópar fyrir ungt fólk þar sem hægt
væri að ræða þessi málefni. Eins hafði 59%
ungs fólks áhuga á því að geta farið á nám-
skeið til að veita öðru ungu fólki fræðslu á
þessu sviði. Meirihluti ungs fólks taldi auk
þess að lækka þyrfti verðið á getnaðar-
vörnum og selja þær á fleiri stöðum.
Hvernig þjónustu um getnaðarvarnir
vill ungt fólk?
Það voru alls 92% þátttakenda í rann-
sókninni sem sögðust vilja leita á sérhæfða
móttöku fyrir ungt fólk um kynlíf, getnað-
arvarnir og barneignir. Er það athyglisvert í
ljósi þeirrar ákvörðunar nokkrum árum
áður að loka Kynfræðsludeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur.
Hvar er æskilegt að hafa þjónustuna?
Alls 50% vildu hafa þjónustu um getn-
aðarvarnir í sérhúsnæði. Felur það í sér að
hafa móttöku um getnaðarvarnir á sérstakri
göngudeild utan veggja hefðbundinna
stofnana. Um þriðjungur kaus að hafa slíka
móttöku innan veggja heilsugæslunnar og
um 20% á öðrum stöðum. Þar af vildu 2%
hafa slíka móttöku í skólum.
Þjónusta um getnaðarvarnir fyrir
ungt fólk. Hvar á hún að vera?
í sérhúsnæði 50%
Á heilsugæslustöðvum 30%
Á öðrum stöðum 20%
J R.
Ástæður þess að ekki nema um þriðjungur
þátttakenda vildi hafa þessa þjónustu innan
veggja heilsugæslunnar geta verið marg-
þættar. Það kom fram í rannsókninni að
um helmingur vill ekki taka þá áhættu að
hitta foreldra sína á slíkri móttöku, sem
meiri líkur eru á að geti gerst á heilsu-
gæslustöðinni en á annarri móttöku þar
sem fjölskyldan hefur ekki vanið komur
sínar. Þetta viðhorf gagnvart foreldrum
hefur einnig komið fram í viðtölum við
ungt fólk sem sýnir að til staðar er ótti
gagnvart því að hitta foreldri eða foreldra á
staðnum, eða einhvern annan sem þau
þekkja. Það getur bæði átt við um einstak-
ling á biðstofunni og þá sem starfa á
heilsugæslunni.
Annað atriði sem þarna getur skipt máli
er að til staðar getur verið óvissa um hvort
heimilislæknirinn greini foreldrum frá
komu þeirra. Sýndi rannsóknin að 88%
lögðu mikla áherslu á trúnað viðkomandi.
Viðtöl við ungt fólk hafa einnig staðfest
mikilvægi þessa þáttar. Það vakti athygli að
aðeins 2% vildu hafa móttöku um getnað-
arvarnir innan veggja skólans. Eru ýmsar
fyrirmyndir um slíkt í Bandaríkjunum sem
hafa reynst vel (Bearss, Santelli og Ppa,
1995). Þetta lága svarhlutfall er sérkenni-
legt í ljósi þess að 81% vildu geta leitað á
stað sem er nálægt þeirra heimili. Með því
að hafa þjónustuna innan veggja skólans
væri þjónustan gerð mun aðgengilegri fyr-
ir ungt fólk.Talið er líklegt að svörunin hafi
verið á þennan veg vegna þess að ungt fólk
hefur nánast engar fyrirmyndir um slíkt í
framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að lög
um framhaldsskóla leggi áherslu á heilsu-
gæslu í þessum skólum.
Rannsóknin sýndi að fleiri á lands-
byggðinni vildu hafa þessa þjónustu ná-
lægt heimili sínu en hin sem búsett eru í
Reykjavík. Þetta virðist sérkennilegt þar
sem heilsugæslustöðvar eru starfræktar úti
um allt land. Þetta er hins vegar ekki sér-
kennilegt í ljósi þess að það getur reynst
erfitt að leita á heilsugæslustöð úti á landi
vegna þess að um viðkvæm mál er að ræða
og allir þekkja alla. I viðtölum við hópa af
ungu fólki úti á landi hefur komið fram að
það geti reynst auðveldara að fara suður til
Reykjavíkur þegar t.d. þarf að fá greiningu
á kynsjúkdómum.
59
VERA •