Vera


Vera - 01.06.2000, Qupperneq 62

Vera - 01.06.2000, Qupperneq 62
Ætlar þú ekki aó fara að koma með eitt lítið? reynslusaga af glasafrjóvgunarmeðferð Flest fólk eignast börn. Hjá mörg- um gerist það án mikillar um- hugsunar; kraftaverk sem gerist fyrr eða síðar af sjálfu sér. Að eignast börn þykir svo sjálf- sagt að fáum dettur í hug að hugsa sig um áður en spurt er: „Ætlar þú ekki að fara að koma með eitt lítið?” Ég er farin að nálgast fertugt, er hamingjusamlega gift, komin vel af stað í mínu fagi og elska börn. Kem úr stórri fjölskyldu þar sem allir eiga að minnsta kosti tvö börn og ég er endalaust spurð... En hjá okkur hefur kraftaverkið því miður ekki gerst. Stundum nenni ég ekki að útskýra, þykist vera of upptekin af starfmu. En ný- lega hef ég tekið upp á því að segja sannleikann: „Við höfum ekki notað getnaðarvarnir í tíu ár og erum búin að fara þrisvar í glasa- frjóvgun, en okkur hefur því miður ekki enn tekist að búa til barn!“ Og aumingja spyrjandinn fer hjá sér. Nú til dags er þó hægt að reyna að hjálpa fólki eins og okkur og það þykir sjálfsagt að „fá sér í glas“ ef erfingjarnir láta á sér standa. En flestir sem ekki vita af eigin reynslu hvernig glasafrjóvg- un fer fram hafa ansi rangar hugmyndir um það. Nú til dags stríða mun fleiri en flestir halda við einhvers konar ófrjósemisvanda; að minnsta kosti eitt af hverjum sex pörum! Er þar ýmsu um að kenna og í auknum mæli lélegri sæðisframleiðslu karla. Að skreppa út í búð og kaupa sér barn Sumir ímynda sér að glasafrjóvgun sé nokkurn veginn eins og að skreppa út í búð og kaupa sér barn. Það er nú flóknara en svo. Fyrst er konan látin taka hormón sem rýfur sambandið milli heila og eggjastokka, til að hægt sé að stjórna eggjaframleiðslunni með hormónagjöfum. Eg fékk að velja hvort ég vildi sprauta mig sjálf eða nota úða í nös daglega í tvær vikur. Sprauturnar voru skárri kostur, fannst mér, því þær voru ósköp litlar og sakleysislegar. En fyrir næsta hormón þurfti aðeins stærri sprautur, nærri því 10 cm langar og þeim átti ég að stinga á bólakaf í rassinn! Það var ekki mjög þægilegt. Eftir nokkra daga fór ég svo í sónar til að fylgjast með framleiðslunni. Þá fór mér óneitanlega að líða örlítið eins og hænu. I venjulegum tíðahring framleiðir annar eggjastokkurinn eitt egg í einu og hinn hvílir sig. I glasafrjóvgun fara báðir eggja- stokkarnir á fullt og framleiða allt aðlO-15 eggjum hvor, en stundum koma engin egg.Við vorum heppin, það komu mörg egg í öll þrjú skiptin sem við reyndum. Síðan kom næsta þraut, tekst þeim að ná í eggin og eru þau nógu vel þroskuð, mun sæðinu takast að frjóvga þau? Eftir að búið er að „síga í bjarg“, ná í egg- in og setja þau í skál ásamt sæðinu fer maður heim og þarf að bíða í ógur- lega langan sólarhring þangað til hringt er og manni sagt hvort frjóvgun hafi tekist. Við vorum heppin, það tókst. Það voru sjö fósturvísar í fyrsta skiptið, örlitlir frumuklasar sem gætu orðið að börnunum okkar! Hvenær byrjar líf barns? Við frjóvgun, eða þegar fóstur- vísirinn festir sig? Eða við fæðingu? Svona spurningar leituðu óneitanlega á mann. Eftir 3-4 daga fengum við að sjá þrjá þroskuðustu fósturvísana stækkaða á litlum sjónvarpsskermi og síðan voru þeir settir inn í móðurlífið. Þá hófst biðin. Mun einum fósturvísanna takast að festa sig og dafna? Fáum við kannski þríbura, eða ekkert barn? I öll þrjú skiptin sem við reyndum tókst allt vel fram að þessu, allt í allt frjóvguðust 30 egg, 9 fósturvísar fengu tækifæri til að festast í leginu en engum þeirra tókst það. Það er kannski ekk- ert skrítið þegar líkaminn er fullur af hormónum. Þegar tíðablóð- ið kom voru vonbrigðin sárari en orð fá lýst, sérstaklega í þriðja skiptið. Nú til dags finnst manni að læknavísindin séu það háþró- uð að þau eigi að kunna ráð við öllum kvillum. En því miður er staðreyndin sú að glasafrjóvgun tekst í hæsta lagi í 30% tilrauna, eftir aldri og ástæðum frjósemisvanda. Sum pör reyna tíu sinnum án árangurs, hjá öðrum tekst þetta í fyrstu tilraun. Tímarit um framfarir í frjósemishjálp Þegar ég er spurð hvort ég ætli nú ekki að fara að verða almenni- leg kona og eignast barn er ég farin að segja sannleikann, því mér finnst almenn vitneskja um frjósemisvanda allt of lítil. Bæði með- al almennings og þeirra sem þjást af þessu. Hvað ætli margar kon- ur séu með áhyggjur af þessu en hafa engan sem skilur hvað þær eru að ganga í gegnum? Svo er kannski bara sæði karlmannsins vandamálið, sem stundum er hægt að laga með jafn einföldu ráði og zinkneyslu. Það er agalegt að við sem þjáumst af þessu séum í öngum okkar hvert í sínu horni. Ég veit ekki til þess að félag til hjálpar fólki sem á við þetta að stríða sé til á Islandi. Ég bý í London og er meðlimur í félagi sem heitir Child. Það gefur út tímarit með upplýsingum um nýjustu framfarir í frjósemishjálp en besta efni blaðsins finnst mér vera reynslusögur fólks. Child stendur einnig fyrir símahjálp, eða „helplines" sem maður má notfæra sér. Eg hef ekki gert það enn, en það er mjög gott að vita að ég gæti hringt hvenær sem er í einhvern sem veit hvernig það er að stríða við frjósemisvanda. Erfiðast er að taka þá ákvörðun að hætta að reyna, því freistandi er að ímynda sé að kannski takist þetta næst. Það er hart að þurfa 62 • VERA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.