Vera - 01.06.2000, Side 63

Vera - 01.06.2000, Side 63
að kyngja því að verða aldrei foreldri þegar maður er hraustur og vel stæður og það eina sem vantar í líf manns er barn. A vissan hátt gengur maður í gegnum sorgarferli í þessari baráttu. Maður syrg- ir barnið sem aldrei fæðist og ýmsar spurningar verða áleitnar... Mun ég aldrei njóta þeirrar gleði að líta í augu barns sem ber gen forfeðra okkar? Verð ég, sem hef svo mikið að gefa barni, aldrei þeirrar gæfu aðnjótandi að verða móðir, meðan mæður út um all- an heim eru fátækar og þreyttar á ómegð sinni? Eg held að það sé varla hægt að ímynda sér hvernig það er að geta ekki eignast barn ef maður hefur ekki upplifað það. Að fjölga sér er ein af frumþörf- um mannsins. Að vera neitað um uppfyllingu þessarar þarfar er eins og að vera neitað um hverja aðra frumþörf. Þegar tíminn líð- ur og jafnvel glasafrjóvgun hefur mistekist oft, fer manni að líða eins og maður búi við fötlun. Allir virðast vera að eignast börn. Maður sér ófrískar konur út um allt. Svo er endalaust verið að tala um fóstureyðingar og barnaheimili og hvað það er erfitt að vera útivinnandi og einstæð móðir. Ein vinkona mín sem á tvö dásam- leg börn hringdi í mig nýlega. Hún sagði mæðulega frá því að hún væri ólétt aftur og að hún myndi nú sennilega bara láta eyða því. Eg grét það sem eftir var dagsins... Hún var bara að ræða sín vandamál við vinkonu og hugsaði ekki út í að það kæmi kannski við viðkvæma taug í mér. Hún lét eyða fóstrinu. Þessi reynsla hef- ur gersamelga breytt skoðun minni á fóstureyðingum. Nálastungur við frjósemisvanda Eg og maðurinn minn höfum tekið okkur frí frá glasafrjóvgun í bili. Við þurfum að hvíla okkur og hugsa málið og það eru miklu fremur hjörtu okkar sem þurfa frí en líkami minn. Eitt af því sem mér fannst erfiðast var að hafa séð fórsturvísana á skermi. Það voru kannski einu tækifærin sem við munum fá til að sjá okkar eigin „afkvæmi", skrítin tilhugsun en samt mjög mikil- væg. Það er um leið örvandi og erfitt að allt skyldi hafa gengið eins vel og það gerði fram að síðustu þrautinni. Fyrir mig var það ólýsanlega sárt að móðurlíf mitt hafnaði fósturvísunum þegar hjartað þráði ekkert heitar. Við erum að hugsa málið varðandi næsta skref og erum farin að spá í ættleiðingu. Undanfarna sjö mánuði hef ég verið í nálastungu hjá konu sem sér- hæfir sig í frjósemisvanda. Hver veit nema ég verði bara ófrísk einhvern daginn með hennar hjálp! Ég hef nú reglulegan tíðahring í fyrsta sinn á ævinni og hún segist geta lagað samgróningana sem loka eggjaleiður- um mínum. Eg verð að vera bjartsýn og trúa að okkur takist ein- hverntíma að eignast barn, hvort sem það verður okkar eigið eða ekki. Og ef mér tekst sjálfri að verða barnshafandi... hver veit nema ég færi bara að trúa á guð! Ef einhver vill hringja í mig er það velkomið. Símanúmer mitt og frekari upplýsingar um Child fást á skrifstofu Veru, í síma SS2 2188 kl. 9-13. Vatn er stærsta og umhverfisvænsta orkulind íslands. Það cr nýtt til neyslu, upphitunar og raforkuframleiðslu. Með tækniframfbrum og framsýni mun okkur takast að virkja þessa orku á enn náttúruvænni hátt. Orkuveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að miðla öllum horgarbúum af gœðum þessarar náttúruauðlindar. Njótum náttúrunnar í sumar. Orkuveita Reykjavíkur VERA • 63

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.