Vera - 01.06.2003, Page 15

Vera - 01.06.2003, Page 15
Nýjungar hjá Reyni bakara Nýlega fór fram endurnýjun á bakaríi Reynis bakara við Dalveg í Kópavogi. Nýjar innréttingar voru keyptar frá Þýskalandi sem gera alla aðstöðu betri og auðvelda viðskiptavinum að fá yfirsýn yfir úrval- ið af brauði og kökum í bakaríinu. Kaffihús er staðsett í bakaríinu og þar sest fólk gjarnan nið- ur og fær sér ókeypis kaffi og les blöð um leið og það gæð- ir sér á nýbökuðu bakkelsi. I nýju innréttingunum er að- staða fyrir afgreiðslufólk til að smyrja rúnstykki o.fl. að ósk- um viðskiptavinarins. Einnig er hægt að kaupa smurt brauð og taka með heim eða borða á staðnum. Þegar VERA leit inn hjá Reyni bakara einn laugardags- morgun var straumur fólks að ná sér í nýbakað með morg- unkaffinu. Margt fólk greip einnig tækifærið og settist nið- ur með kaffi til að eiga notalega stund. Bakaríið opnar klukkan sex á morgnana og þá er algengt að leigubílstjór- ar líti við og síðan koll af kolli, eftir því sem fólk vaknar og vill gæða sér á nýbökuðu brauði og kökum á stað þar sem ilmurinn fylgir með í kaupbæti. vera / 3.tbl./2003/15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.