Vera - 01.06.2003, Side 19

Vera - 01.06.2003, Side 19
Kvenna- og karlablogg Vinkona mín skrifaði stundum í dagbókina sína það sem hún vildi að maðurinn hennar læsi. Hún vissi semsagt að hann læsi dagbókina og var nokkuð viss um að hann vissi að hún vissi. Mér þótti þetta einkennileg samskiptaleið í hjóna- bandi en hún var ánægð með tilhögunina. Þá gat hún orðað óskir sínar og lang- anir án þess að hafa nokkru sinni orð á þeim. Dagbók vinkonu minnar var ekki lengur í því einkaformi sem hefur verið algengast fram að þessu, heldur nokkurs konar „opinberu dagbókarformi" þar sem fólk skrifar af nokkurri einlægni en samt með það á bakvið eyrað að aðrir lesi það og myndi sér skoðun á því. Um leið og fólk skrifar fyrir aðra byrjar sjálfskoðun og sjálfsmótun þess sem sér sjálfa(n) sig með augum annarra. I ♦ Með hvaða liði heldur þú? Mikið hefur verið rætt um persónu- sköpun á netinu. Endursköpun per- sóna á sér t.d. stað þegar feiti, bólu- grafni tölvunördinn býr sér tilveru sem vöðvastæltur og olíuborinn foli eða vinalega kennslukonan á sér annað sjálf sem BDSM-drottning í óravíddum alnetsins. Líka er mögulegt að halda úti bloggsíðu undir dulnefni og viðra þar allar sínar fáránlegustu skoðanir og villtustu drauma. Hvort sem fólk kýs að halda sig við dagbókarformið eða slengja fram órökstuddum fullyrð- 'ngum um þjóðmál og önnur mál. Fólk bloggar vegna þess að það vill staðsetja sig og sýna sig - en sýnir auðvitað helst sþarihliðarnar. Það er hresst og hnyttið og gengur flest í haginn. Það vill sýna okkur svo og svo mikið, og auðvitað ræður það ferð- inni sjálft. Bloggarar hópa sig saman í eins konar bandalög í kringum bloggið. hau sem eru í sama bandalagi vitna hvert í annað: „Eins og hún Jóna seg- lr á blogginu sínu..." og setja nöfnin Þeirra inn á síðuna sína, svokallaða •/tengla" en með því er bloggarinn að tengja þann sem skoðar síðuna hans yfir á aðrar síður: „Sjáðu hvað hann Gummi er sniðugur, hann er með mér í liði." Bloggarinn setur upp tengla á bloggfólk sem honum er þóknanlegt og fólkið setur á hann tengla til baka. Sumir skipta þóknanlega fólkinu í hópa eftir þýðingu þess fyrir það sjálft: Hægriblogg og vinstriblogg má sjá hjá þeim sem eru pólitískt meðvit- aðir, vinablogg og fjölskyldublogg hjá öðrum og sumir flokka tenglana sína í kunnuga og ókunnuga. Blogg- arinn getur því skilgreint sig útfrá því fólki sem hann er með í bandalagi, líkt og menn skilgreina sig á vissan hátt með því að segja hverjir vinir þeirra eru. Þessi löngun til þess að teikna sjálfa(n) sig uþp fyrir aðra að skoða getur líka birst á þann veg að bloggarar segja hvað það er sem þeim líkar (Uppáhaldsleikarinn minn er Sean Connery og ég borða bara hrátt kjöt), taki sjálfsprófá netinu sem segja þeim og öðrum hvernig per- sónuleiki þeir eru (Hvaða persóna úr The Matrix er ég? Hvaða fræga leikara á ég að sofa hjá? eða Hvaða tónlistar- stefna ert þú?). (blöðum og sjónvarpi fáum við að fræðast um fræga fólkið sem svarar spurningum sem alla langar að vita. Hvað finnst Davíð Oddssyni best að borða? Hvaða bók er á náttborðinu hjá Jóhönnu Sigurðardóttur? Hvað ætlar Eva María að gera um helgina? Bloggið er fyrir fólkið sem blaða- mennirnir láta í friði. Strikið sem ekki má fara yfir Hugrenningar bloggarans liggja fyrir hunda og manna fótum. Þær sveima um netið fyrir hvern sem er að lesa, taka afstöðu til og jafnvel svara. Margir sem ég spurði um blogg í tengslum við þessa grein sögðu að kúnst góðs bloggara þegar kæmi að persónulegum málum væri að segja svolítið en þó ekki of mikið. Því dreg ég þá ályktun að þó að bloggið virðist við fyrstu sýn vera frjáls miðill sem all- ir geta skrifað á það sem þá langar, þá lýtur bloggsamfélagið ákveðnum lögmálum eins og flest annað í þess- um heimi. [ þvi samhengi er skemmti- legt að velta fyrir sér því „striki" sem ekki má fara yfir á blogginu. Strikið er á mismunandi stöðum eftir bloggsamfélögum, eftir því hvort um karl- eða kvenkynsbloggara er að ræða og svo er það auðvitað einstaklingsbundið. Kona á miðjum Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir vera / 3. tbl. / 2003 / 19

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.