Vera - 01.06.2003, Síða 21

Vera - 01.06.2003, Síða 21
KARLKYNS VINUR MINN TJÁÐI MÉR UM DAGINN AÐ HONUM ÞÆTTI SKEMMTILEGRA AÐ LESA BLOGG KVENNA VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ VÆRU MEIRI LÍKUR Á ÞVÍ AÐ KONUR FÆRU „YFIR STRIKIÐ" í ÓGÁTI ÞVÍ AÐ :vq ÞÆR VÆRU MEIRI TILFINNINGAVERUR Tveir menn tilheyra sama banda- laginu. Báðir hafa töffaraskapinn að leiðarljósi í sínu bloggi; eru kjaftforir og hressir og segja það sem þeim dettur í hug án þess að hafa minnstu áhyggjur af því hvað öðrum finnst. ( bloggfærslu lætur annar maðurinn í Ijósi áhyggjur af þvi að hann sé farinn að drekka of mikið. Hann segist vera alvarlega að hugsa um að fara í með- ferð og hafi farið í viðtal til áfengis- ráðgjafa í því skyni. Næsta dag gerir hinn harðorða athugasemd við þá sem eru með „alkavæl" á blogginu í færslu sem ber yfirskriftina Alcaholic Idiots Anonimous (sic). Og stuttu seinna skrifar sá sem færslan var skrif- uð fyrir: X rústaöi fyllibytturæflum mjög smekklega í skemmtilegri færslu um Alcaholic Idiots Anonimous. Kannst við þetta sjónarhorn frá því að ég var edrú í þrjá mánuði. Tek X á orðinu og mun ekki skrifa fleiri alkablogg. Skilaboðin hafa náð [ gegn. Maður- inn ætlar ekki aftur að beygja af leið. Konur beita ekki hver aðra slíkum þrýstingi á blogginu, eftir því sem ég kemst næst. Þær geta farið mörgusinnum yfir strikið og verið taldar kolruglaðar fyrir vikið, en eng- inn innan bandalags þeirra segir neitt. Þær eiga ekki netvinkonur sem segja: Taktu þig nú saman í andlitinu manneskja! Kona var mjög persónuleg á sínu bloggi og tjáði sig m.a. grimmt um orsakir og afleiðingar skilnaðar sem hún hafði nýlega gengið í gegnum. Hún sagði frá því að hún hefði misst fóstur, misst vitið og í kjölfarið misst manninn sinn. Daglegar færslur um líðan hennar, verkan þunglyndislyfja, framkomu fyrrverandi stjúpbarna o.s.frv. fóru svo langt yfir öll strik að bloggheimurinn stóð á öndinni. Ég skammast mín hræðilega fyrir að vera fráskilin. Mér finnst ég vera stimpluð og allur heimurinn geti séð hvað ég er mislukkuð. Ég á ekki heima í þessu samfélagi, ég er annað hvort of ung eða of gömul. Too young to give up and to old to just break free and run. Story ofmy life. Ég skammast mín fyrir að vera til, eins hrikalega misheppnuð og ég er - fráskilin 25 ára. Ef ég væri ekkja gæti ég þó amk. borið höfuðið hátt. Viðbrögðin sem þessi kona fékk voru að mestu jákvæð. Fólk úr hennar bandalagi sendi hrós fyrir einlægni og hvatningarorð um að halda áfram inn á bloggsíðuna. Það var hins vegar utanaðkomandi aðilum sem fannst að fyrst hún hunsaði öll strik væri þeim einnig leyfilegt að gera það. Því fór konan að verða fyrir aðkasti net- leiðis sem að lokum leiddi til þess að hún ákvað að hætta að blogga. Ef konan hefði verið karlmaður hefðu vinir hennar að öllum líkindum fyrir löngu verið búnir að vara hana við. „Abbabbabb... þetta var nú aðeins yfir strikið, góða." Samkvæmt þessu mega konur (sem hafa orð á sér fyrir að vera til- finningaverur) vera það áfram þang- að til tilfinningasemin gengur út yfir allan þjófabálk og verður að ein- hverju sem kalla mætti tilfinninga- klám. Jafnvel þá tekur nánasti hópur- inn ekki af skarið og þaggar niður í viðkomandi, heldur taka ókunnugir það að sér. Karlar eru hinsvegar áfram bundn- ir af óskráðum lögum um að þeir megi ekki bera tilfinningar sínar á torg. Vinir þeirra beinlínis vara þá við því að ganga of langt og bloggvinir taka mark hverjir á öðrum. Þeim næg- ir að ræskja sig og tilfinningasemin er horfin út í bláinn. En auðvitað eru allar reglur, skráð- ar og óskráðar, hannaðar fyrir fólk að brjóta. Endilega gerið það. Nokkrar slóðir vinsælla kven- bloggara (setjið http://www. á undan) vortex.is/audurj/blogger.html katrin.is kreisigorl.blogspot.com matarsodi.blogspot.com 3kids.blogspot.com thorunnh.blogspot.com obba.blogspot.com youcantkeepmedown.blogspot. com kona.blogspot.com unnur.klaki.net heift.blogspot.com maggabest.blogspot.com laedan.blogspot.com salvorg.blogspot.com , vera / 3. tbl. / 2003 /21

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.