Vera - 01.06.2003, Síða 37

Vera - 01.06.2003, Síða 37
Skipting ellilífeyrisréttinda »Lífeyrismál landsmanna hafa verið mikið til umræðu síðustu ár og hafa tölu- verðar breytingar jafnframt verið gerðar á lífeyriskerfinu. Fyrir nokkrum árum fengu til dæmis bankar og verðbréfafyrirtæki leyfi til að starfrækja lífeyrissjóði og ekki eru nema fjögur ár síðan einstkalingum stóð til boða að greiða aukalega í lífeyrissjóði með tilkomu séreignarsjóða. Ein athyglisverð breyting sem hefur átt sér stað á síðustu árum er ákvæði um skiptingu ellilífeyrisréttinda á milli hjóna og sambúðaraðila sem tryggir stöðu þess sem er með lakari lífeyrisrétt- indi við skilnað og fráfall maka. * Annar maki með talsvert meiri lífeyrisréttindi Hjá þeirri kynslóð sem nú er að komast á eftirlaun var ekki óalgengt að konur væru alfarið heimavinnandi, auk þess sem háskólamenntun var ekki nærri því eins algeng og hún er í dag á meðal kvenna. Þær konur sem voru útivinn- andi voru því fáar og oft á tíðum í láglaunastöðum. Við slíkar aðstæður eru ellilífeyrisréttindi kvenna mjög léleg enda eiginmaðurinn sá sem var útivinnandi og sá að mestu um framfærslu fjölskyldunnar og þar af leiðandi með betri ellilífeyrisréttindi. Tímamótadómur Árið 2002 féll dómur í Hæstarétti sem snerist um lífeyris- mál hjóna en dómurinn þótti sæta nokkrum tíðindum og var talinn geta orðið fordæmisgefandi. Málavextir voru þeir að hjón skildu eftir tæplega 20 ára sambúð og hjóna- band. Maðurinn hafði allan þann tíma verið útivinanndi meðan konan sá um heimilið og umönnun tveggja barna þeirra og hafði því litlar sem engar tekjur. Við skilnaðinn gerði konan hins vegar kröfu til þess að fá peningagreiðslu frá manninum vegna lífeyrisréttindanna og lauk því máli á þann veg að maðurinn greiddi konunni ákveðna upphæð. ellilífeyrinn greiddan óskiptan á ný. Hafi maki sjóðfélaga greitt iðgjöld til annars lífeyrissjóðs fær sá sem eftir lifir makalífeyri frá þeim lífeyrissjóði. Einnig er hægt að skipta áunnum réttindum en það þarf að eiga sér stað í síðasta lagi sjö árum áður en taka lífeyris getur fyrst hafist. Að síð- ustu segir að hægt sé að skipta þeim réttindum sem munu ávinnast í framtíðinni. Skipting réttinda getur verið tvíbent Skipting ellilífeyrisréttinda verður að teljast mikið fram- faraskref, einkum í tilvikum þar sem annar aðili hverfur af vinnumarkaði um tíma eða með umtalsvert lægri laun og hefur því lakari lífeyrisréttindi. Þá er líka kostur að áunnin ellilífeyrisréttindi koma til skipta við skilnað og að við frá- fall erfir eftirlifandi maki helming lífeyrisréttinda auk þess sem hann fær greiddan makalífeyri. Lífeyrisréttindi hvors um sig geta aftur á móti verið mis- góð og annað hjóna haft töluvert slakari lífeyrisrétt. Þar sem hjón hafa gert með sér samning um skiptingu ellilíf- eyrisréttinda getur komið upp sú staða að það hjóna sem er með lakari lífeyrisréttindin falli fyrr frá og þá fær hinn aðilinn helming af lífeyrisrétti hins látna og heldur einung- Ákvæði ílögumfrá 1997 Frá árinu 1997 hefur verið ákvæði í lögum sem gerir hjón- um kleift að skipta ellilifeyrisréttindum með sér en fram að þessu hafa afar fáir nýtt sér þau réttindi. Þar segir að hjón og fólk í óvigðri sambúð eða staðfestri samvist geti gert samkomulag með sér um skiptingu ellilifeyrisréttinda. Skipting ellilífeyrisréttinda er valkvæð og er hún þríþætt. [ fyrsta lagi er hægt að skipta greiðslum sem nú þegar eru hafnar, í öðru lagi er hægt að skipta þegar áunnum lífeyr- isréttindum og í þriðja lagi er hægt skipta þeim lífeyrisrétt- indum sem munu ávinnast í framtíðinni. Skipting réttinda í fortíð, nútíð og framtíð Hægt er að skipta greiðslum ellilífeyris sem þegar eru hafnar. Útgreiddur lífeyrir er skattskyldur og greiðir við- takandi ellilífeyris skatt af þeim hluta sem hann fær greiddan. Við fráfall sjóðfélaga falla greiðslur til maka nið- ur en falli maki sjóðfélaga hins vegar frá á undan fær hann ÁRIÐ 2002 FÉLL DÓMUR í HÆSTARÉTTI SEM SNERIST UM LÍFEYRISMÁL HJÓNA EN DÓMURINN ÞÓTTI SÆTA N0KKRUM TÍÐINDUM 0G VAR TALINN GETA 0RÐIÐ FORDÆMISGEFANDI is helmingi af sínum rétti. Þá er einnig líklegt að makalíf- eyrir sé einnig slakur. Dæmið getur hins vegar líka orðið á hinn veginn þegar sá aðili sem er með betri lífeyrisréttindi fellur frá á undan. Þá nýtur það hjóna sem eftir lifir mun betri réttinda og makalífeyrisréttinda að auki. Nánari upplýsingar um skiptingu ellilífeyrisréttinda er hægt að nálgast á vefsíðum flestra lífeyrissjóða og hjá Landssamtökum lífeyrissjóða, www.ll.is. vera / 3. tbl. / 2003 / 37 Þórhildur Einarsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.