Vera - 01.06.2003, Page 38

Vera - 01.06.2003, Page 38
Fræin okkar hafa valdið hugarfarsbyltingu Rætt við Guðrúnu Agnarsdóttur lækni og fyrrverandi þingkonu Kvennalistans Kvenréttindabaráttan á ísiandi væri mun skemur á veg komin í dag ef hún hefði ekki notið dýr- mætra krafta Guðrúnar Agnarsdóttur læknis. í viðtali við Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur segir Guðrún frá hamingjuríku uppeldi sínu í Reykjavík og þeirri femínísku vitund sem alltaf hefur búið innra með henni. Guðrún bjó lengi í London þar sem hún fór í framhaldsnám í læknisfræði og ól upp þrjú börn. Hún var ein af þremur fyrstu þingkonum Kvennalistans og sat á þingi í sjö ár. Hún átti frumkvæði að stofnun Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana og veitir henni forstöðu enn í dag. Hún stýrir líka Krabbameinsfélaginu styrkri hendi, auk þess sem hún vinnur við rannsóknastörf á Keldum. Þessi ábyrgðarmiklu störf ættu að nægja einni venju- legri manneskju en Guðrún gerir það ekki enda- sleppt og tók nýlega að sér ráðskonustöðu heil- brigðishóps Femínistafélags íslands. í viðtalinu gerir Guðrún upp fortíðina og skoðar framtíð femínismans með augum konu sem svo sannan- lega hefur yfirsýn. 38/3. tbl. / 2003/ vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.