Vera - 01.06.2003, Side 41
um íslensku, jarðfræði og ýmislegt en svo endaði ég í
læknisfræði og er nijög ánægð með það. Ég er mjög sátt
við hvar ég hef lent."
Varst þú ekkert í því að ætla bara að gifta þig og eignast
börn?
„Ég var alltaf meðvituð um að það væri ákaflega eðli-
legt hlutskipti en mig langaði líka að gera eitthvað ann-
að. Ég gat ekki ímyndað mér annað en að það væri
hægt. Ég kynntist Helga Valdimarssyni manni mínum í
læknisfræðinni, eignaðist líka eitt barn í ntiðju náminu
og svo var ég ófrísk þegar ég kláraði. En ég var heppin
því dóttir okkar var heilbrigð og góð og dugleg. Hún
drakk á morgnana áður en ég átti að fara í tíma og svo
svaf hún útí vagninum og var oft enn sofandi í hádeginu
þegar ég kom heim. En við bjuggum heima hjá foreldr-
um mínum og hús þeirra var fullt af fólki og alltaf ein-
hver til að líta eftir börnum. Systkini mín og makar
þeirra bjuggu síðar líka heirna og í húsinu voru mörg
lítil herbergi sem teygðist á eftir því sem fleiri komu inní
þau. Þetta var stórt fjölskylduhús og allir sáttir," segir
Guðrún. „Það var líka mjög dýrmætt að fá að vera
heima á þessum tíma. Mamma mín veiktist ung úr
krabbameini og dó 51 árs gömul."
Lína langsokkur og Simone de Beauvoir
Hvenær kviknaði hjá þér það sem við getum nefnt
femíníska vitund?
„Vitundin hefur alltaf verið þarna í einhverju formi
og hún er mjög þétt samofin sterkri réttlætiskennd,"
segir Guðrún. „Skemmtilegustu bækurnar sem ég Ias
þegar ég var lítil voru um sterkar stúlkur sem björguðu
ekki bara sjálfunt sér heldur hinum líka. Mér þótti allt í
lagi þó að þær væru hræddar og ættu erfitt og væru fá-
tækar, ef þær voru sterkar og hugrakkar og skemmtileg-
ar. Ein hét Dóttir lögreglustjórans. Hún tók aðal-
hrekkjusvínið í skólanum og brýndi á því nefið, þar sem
það var að kúga einhvern lítilmagna. Hún var óhrædd
við að beita sér. Þetta höfðaði mjög til mín. Önnur var
t.d. um stúlku sem var ein ábyrg fyrir því að sjá fyrir
systkinum sínum í vandræðum og veikindum og Lína
langsokkur var í uppáhaldi. Ég speglaði mig mjög sterkt
í hugrökkum, heiðarlegum og ótrauðum stúlkunr sem
hvikuðu ekki frá sannfæringu sinni, jafnvel þó að á móti
blési og þær yrðu undir um tíma.
Minn femínismi er semsagt sprottinn upp úr mjög
sterkri réttlætiskennd. Ég hef alltaf átt erfitt með að una
því ef farið er illa með minnimáttar. Mér hefur alveg
verið sama þó að það væru tveggja metra háir strákar
sem stæðu fyrir slílcu. Ég hef farið í þá. Eða ég fór í þá í
garnla daga," segir Guðrún og hlær.
Það má segja að kvenfrelsiskenndin hafi tekið stökk
þegar Guðrún las læknisfræði í háskólanum.
„Það er svo skrýtið að þegar maður er t.d. að læra
læknisfræði og þarf að lesa nrjög rnikið þá kemst upp í
vana að háma í sig bækur. Það verður hreinlega afþrey-
ing að lesa eitthvað annað á kvöldin þó að námsbæk-
urnar hafi verið lesnar allan daginn. Og á kvöldin las ég
t.d. Sintone de Beauvoir, Second Sex og fleiri bækur. Sú
lesning hafði mjög sterk áhrif á mig þó að ég væri ekki
sammála öllu hjá henni. I raun ögruðu bækurnar öllu
því hefðbundna lífi senr ég hafði kynnst. Svo ekki sé tal-
HUGSUN MÍN VAR: „ÉG HEF ÞEGIÐ ALLT MITT LÍF, HEF
VERIÐ HEPPIN OG NOTIÐ GÓÐS AF SAMFÉLAGINU. NÚ
ER KOMINN TÍMIFYRIR MIG AÐ REYNA AÐ SKILA EIN-
HVERJU TIL BAKA ÞÓ AÐ MÉR FINNIST ÉG EKKERT
KUNNA. ÉG ER í ÞESSUM HÁSKA MEÐ MÖRGUM GÓÐ-
UMKONUM"
að um amerísku dans- og söngvamyndunum sem mað-
ur horfði mikið á sem barn. Gott ef ekki til óbóta vegna
þess að rnaður hélt að lífið ætti að vera svona. Eins og í
dans- og söngvamynd," segir Guðrún kímin.
Eftir þetta segist Guðrún hafa farið að velja lesefni
um kvenfrelsi og kvennabaráttu þó að hún héldi því að
mestu leyti fyrir sig sjálfa þar sem hún hafði í raun eng-
an til að tala við um þennan áhuga sinn.
„Við komutn til Bretlands 1968 þar sem við bjuggum
í þrettán ár. Allan þann tima hélt ég áfram lestri slíkra
bóka. En ég var náttúrlega í fullri vinnu með þrjú lítil
börn og þó við hefðum hjálp við heimilisstörfm var
heimilislífið hjá okkur hefðbundið að því leyti að ég var
miklu bundnari yfir börnunum meðan þau voru lítil en
maðurinn rninn. Ég gerði ekki mikið meira í þessum
málum en að gleypa í mig lesefni og gerast áskrifandi að
ýmsurn tímaritum, lifa mínu lífi og hugsa. Auðvitað
mótuðust hugmyndir mínar í gegnum það sem ég las og
með umræðum í vinnu og heirna þó að ég væri ekki
partur af neinni hreyfingu."
Nú hefur þú ákaflega rólyndislegt yfirbragð. Varstu
ekkert reið á þessum árum þegar vitundin var að vakna?
„Ég var mismikið reið. Ég gat verið nrjög reið en vit-
undin um hugmyndafræði kvenfrelsis og jafnréttis varð
eiginlega rauður þráður í mínu lífi, einhvers konar kjöl-
festa, þó að ég væri ekki alltaf að tala urn það við alla. Þú
getur gengið um allan daginn og vitað muninn á réttu
og röngu án þess að þú sért sífellt að banka í fólk og
segja frá því. En þegar manni ofbýður þá náttúrlega ger-
ir rnaður eitthvað. Annað hvort sjálfs sín vegna eða ein-
hverra annarra. Það er mjög mikilvægt að geta beislað
og virkjað reiði sína."
„Ég hef aldrei viljað vera eins og karlmaður," segir
Guðrún þegar við ræðum áfram unt þrána eftir jafn-
rétti. „Ég hef hinsvegar alltaf viljað vera jafn góð og karl-
maður og helst betri. Það er alveg á hreinu. Mjög
snemma gerði ég mér sterka grein fýrir því að það kven-
lega er annað. Og að það verði að fá að vera eins og það
vill vera og að það eigi að bera virðingu fyrir því. Og að
það er hægt að þagga niður í körlurn með því að segja:
„Hér er reynsla kvenna. Hér hefur maður ekki hátt."
Það þarf ekki Tryggingamiðstöðina til þess að segja okk-
ur að við séum öll ólík."
Við ætluðum að breyta heiminum
Guðrún, Helgi ogbörnin kontu heim til íslands 1981 og
þá fór hún að vinna á Keldum við rannsóknir. I Árbæn-
um byggðu hjónin hús og þar hafa þau alið upp sín
börn og búið síðan þá. ^
vera/3. tbl./2003/41