Vera - 01.06.2003, Qupperneq 73

Vera - 01.06.2003, Qupperneq 73
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU 1. Hluti af íslenska hópnum, f.v. Naysaa Gyedu-Adomako, Rannveig Traustadóttir, Tanja Tzoneva, Andrea Sompit Siengboom, Toshiki Toma, Tatjana Latinovic, Valgerður H. Bjarnadóttir og Anh-Dao Tran. 2. Hildur Jónsdóttir, Amahl Tamimi, Andrea, Barbara Gunnlaugsson, Elsa Arnardóttir, Anh-Dao, Hólmfríður Gísladóttur og Tatjana. 3. Amal, Andrea og Elsa. Vaxandi fordómar, fálæti og fjandskapur í málstofum voru flutt erindi um allt milli hirnins og jarðar, þar á meðal var ein undir yfirskriftinni Tengsl og samskipti á fjölmenningarvinnustað: innflytjendakonur á íslandi. Þar flutti Tanja Tzoneva erindi og Rannveig Traustadóttir greindi meira almennt frá stöðu kvenna meðal innflytjenda á íslandi. Tanja sagði frá rannsókn sem hún er að vinna á dvalarheimili í Reykjavík þar sem rneðal starfsfólks eru margar erlendar konur, flestar frá Filippseyjum. í kjölfar erindisins og viðbragða Rann- veigar spunnust miklar og athyglisverðar umræður um stöðu asískra kvenna á Norðurlöndum og stöðu inn- flytjenda á íslandi. Það virtist samdóma skoðun þeirra útlendinga sem búsett eru á íslandi og sem nær öll tóku virkan þátt í umræðum þessarar málstofu, að fordómar, fálæti og jafnvel fjandskapur Islendinga í garð innflytj- enda hefði farið mjög vaxandi á síðustu árum. Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af því ef svo er. Einnig benti Toshiki Toma á að hann fyndi mun meiri jákvæð- an áhuga á málefnum innflytjenda meðal kvenna á Is- landi en karla. Toshiki fjallaði nánar urn þetta í grein í Morgunblaðinu 3. júní sl. í lok ráðstefnunnar var pallborð með fulltrúum nor- rænu ríkjanna fimm, þar sem sátu ráðherrarnir Mona Sahlin frá Svíþjóð og Tarja Filatov frá Finnlandi, fulltrúi Noregs og undirrituð fulltrúi íslands, auk fulltrúa sænsku stéttarfélaganna. Danmörk sendi ekki fulltrúa í Kerfisbundin kúgun Margaretha Winberg, varaforsætisráðherra Svíþjóðar nieð sérstaka ábyrgð á jafnréttismálum, var einnig kom- in í nýtt samhengi en flutti þó að venju frábæra ræðu, tæpitungulaust. „í Svíþjóð sem og heiminum öllum er til staðar kerfisbundin kúgun. Kúgun sem byggir á og hefur það markmið að viðhalda ójafnvægi hvað varðar vald og réttindi kynjanna. Það einkennist af skorti á virðingu fyrir gildum, réttindum og ábyrgð hvers og eins. Þetta er kerfisbundin mismunun sem segir okkur að konur skuli vera undir og karlar yfir. Að karlar séu viðmiðið. Að vera kona í heinri þar sem karlinn er við- miðið er ekki auðvelt. Að vera kveninnflytjandi í Sví- þjóð í dag er enn meiri áskorun....“ (sjá ræðuna alla á slóðinni http://www.regeringen.se/galactica/ ) Drude Dahlerup, prófessor við Stokkhólmsháskóla, sem er íslendingum löngu kunn fyrir starf sitt að jafn- réttismálum, m.a. að málefnum kvenna í stjórnmálum, °8 Fakhra Salimi, framkvæmdastýra MIRA-Sentret í Oslo, (jölluðu um kvóta, konur og múrana sem halda innflytjendum utan stjórnmálanna. Drude velti upp spurningunni um það hvort kvótar væru hugsanleg leið W að tryggja kveninnflytjendum aðgang að norrænum stjórnmálum. í SVÍÞJÓÐ SEM OG HEIMINUM ÖLLUM ER TIL STAÐAR KERFISBUNDIN KÚGUN. KÚGUN SEM BYGGIR Á OG HEFUR ÞAÐ MARKMIÐ AÐ VIÐHALDA ÓJAFNVÆGI HVAÐ VARÐAR VALD OG RÉTTINDI KYNJANNA. ÞAÐ EINKENNIST AF SKORTI Á VIRÐINGU FYRIR GILDUM, RÉTTINDUM OG ÁBYRGÐ HVERS OG EINS pallborðið. Umræður voru snarpar, konur í salnum óhræddar við að gagnrýna stöðuna og velta upp hug- myndum að betra samfélagi jafnréttis og fjölmenningar. Óhætt er að segja að óvenju fjörugar umræður hafi spunnist í málstofum og í tengslum við almenna fyrir- lestra. Það er von okkar sem ráðstefnuna sátum - og mynd- uðum þar góð og öflug tengsl, lærðum reiðinnar ósköp og nutum vel - að af þeim fræjum sem þarna var sáð megi vaxa sterkir og íjölbreyttir runnar og fögur tré fjöl- menningar og jafnréttis í íslensku þjóðfélagi. X vera / 3. tbl. / 2003 / 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.