Akranes - 01.04.1958, Side 9

Akranes - 01.04.1958, Side 9
I þetta hús koma árlega 200.000 tonn af efni. Þetta er mesta hús sern Islendingar hafa byggt og eiga. Hinn tœplega 70 m hái reykháfur Sementsverksmiðjunnar ris að baki hússins. gagnvart því loforði Jóns Vestdals, að Ak- nrnesingar geti verið kvíðalausir vegna hættu af sementsryki, en þeirri hættu hefur mjög verið haldið á lofti. Að vonum er lítil reynsla komin á þessa hlið málsinis, en allt mun þó fremur benda til, að þar reynist Jón Vestdal sannspárri en hinir svartsýnu, sem ekki hafa allir mikil rök við að styðjast. Ekkert er hættulegra þessari lit.lu bjóð en hinn hatrami pólitíz.ki dil.kadráttur og mat á hæfni manna eftir því hvaða flokk þeir fylli. Ef þjóðinni á að farnast vel, verða menn að hætta þessum óvitaskap, þröngsýni og skapofsa. Útlit er á, að afkösl verksmiðjunnar verði meirí en gert var ráð fyrir, og er það vel. Akraneskaupstaður hefur lagt mikið að mörkum til þessa fyrirtækis. Vonandi þarf hann aldrei að sjá eftir því og ein- hvern tíman verður það endurgreitt beint og óbeint, og vonandi verður góð sam- vinna milli bæjarstjórnarmanna á hverj- um tíma, og ráðamanna verksmiðjunnar. Hér er um mikið framtak að ræða, og sem hefur mikla þjóðhagslega þýðingu. En eins og vant er, eru stjórnmálaflokk- arnir þegar komnir í hár saman lit af því hverjum þakka beri, og hver eigi mest- an heiður af þessu framtaki. Allt verður að meta og vega á pólitizka vog, ])ótt vog- in sé ekki allt af ,,löggilt“ sem rétt vog. Vonandi gengur þetta allt vel, sérstaklega ef í framkvæmdinni verður ekki ávallt beitt pólitízkum bolabrögðum. AKRANES 77

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.