Akranes - 01.04.1958, Síða 11

Akranes - 01.04.1958, Síða 11
SIR THOMAS MORE (1478—1535) var var kominn af þeirri stétt, sem á íslenzku hefir verið nefnd higaðall (]). e. riddarar og baróningar) og einkennd er með titl- inum Sir. Menntun sina fékk hann i I.ond- on og Oxford og var hálærður maður. I a>sku vai' hann um hrið lijá nafntoguðum manni, Jolin Morton kardínála (d. 1500). Honuin liafði Rikarður III. varpað i dý- flissu og var hoiium ætlaður dauði. en lionum tókst að flýja af landi hurt og kom síðan með Ilinriki VII. aftur til Englands. Sir Thomas liefir ritað siigu Richarðs III. og segir þar meðal annars frá hinum hræði- lega glæp, er konungur lét myrða tvo hróð- ursyni sína á bamsaldri i Tower of London. Er svo talið, að frásögnina um öll atvik að morðinu muni Morton kardinátli vera heimildarmaður hans. Sir Thomas More tók sæti i parlament- inu 1504 og hjá Hinrik VIII. komst hann til mikilla valda, varð einn af valdamestu mönnum landsitis. En þegar hann neitaði að samþykkja skilnað jieirra konungs og drottningar hans, Katrinar, 1534, var hon- 11111 varpað i fangelsið í Tower, og þar var liann hálshöggvinn árið eftir. Lík hans var grafið í Tower, nema höfuðið, er var sett á stöng á London Bridge. Þar var ]>að i mánuð, en Margaret dóttir hans keypti ]>að við ærnu gjaldi. Er mælt, að hún geymdi það i smyrslum til dónardags og léti grafa það með sér. Um þetta getur Tennyson lávarður i kvæði sinu Dream of Fair Women. Sir Thomas More ritaði mikið hæði á ensku og latinu, en langflest ]>eirra rita lesa nú aðeins fræðimenn, og er til lítils að telja þau upp. Frægast þeirra allra er Utopia, er fyrst kom út 1516, á latinu, en hefir vitaskuld verið þýdd á ensku, og raunar á flestar menningartungur heims. Saga Rikarðs III. liefir þegar verið nefnd. Flest komu rit hans ekki út fyrr en að honum látnum (sum löngu siðar), enda nokkur ]>eirra rituð meðan liann heið dauða sins i Tower. Meðal þeirra er vam- arrit hans sjálfs (An Apology of Sir Thim- as More), en lika skrifaði hann nokkur varnarrit fyrir kaþólskri trú, en gegn Tyn- dale og öðrum siðbótarmönnum, eða mót- mælendum. Til er leikrit, er nefnist Sir Thomas More, en ekki vita menn hver höfundurinn var. Það fjallar uin helztu æfiatriði hans. Kaflar í því ætla sumir að séu eftir Shakespeare og hyggja ]>á ætlun 111. a. á skriftinni, en ekki mun unnt að sanna þettn. Sn. J. vegna þriðja atriðsins, að minnast örfcá- um orðum á stefnu þá, er á hans dög- um var að ryðja sér til rúms og er undir- staða menningar vorrar — svo nefnt rinascimento — viðreisnarstefnan. Um 1400 var mönnum farið að verða ljóst, að það hafði verið vixlspor, þegar kristn- ir menn höfnuðu hinni heiðnu grísk-róm- versku menningu og urðu henni þar með að falli, þvi menn fóru nú að skilja, að hún hefði búið yfir ýmsum verðmæt- um, sem vel voru samrýmanleg kristinni menningu, og menn vildu nú reyna að ná þeim aftur og gera þau arðbær. Fyr- AKRANES ir því hófst áköf fornmenntastarfsemi, sem reyndist mjög frjóvgandi í samtíð og framtið, og þá var lagður grundvöllur- inn undir þá fornmenntastefnu í æðri kennslumálum, sem etnn ríkir um allan hinn menntaða heim, þó frá henni hafi verið hvikað nokkuð hér á landi og annarsstaðar, til lítilla hóta. Sir Thomas More var frömuður þessarar stefnu á Englandi. Hinn blessaði Thomas var fæddur i London 7. fehrúar 1478. Faðir hans, Sir John, var riddari og dómari í hinum svo nefnda konungsdómstóli, sem enn cr 79

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.