Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 12

Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 12
við líði. Faðir hans heiðvirður, glaðlynd- ur og andrikur maður og naut almennra vinsælda, en móður sína missti hann snemma. Honum var veitt ágætt uppeldi og guðrækilegt, en strangt, enda var hinn blessaði Thomas hófsmaður i öllu alla æfi. Eftir að hann hafði fengið undir- stöðumenntun var honum komið fyrir hjá kanzlara Hinriks Englakonungs VII, John Morton kardínála og erkibiskupi af Kantaraborg, en þar komst hann í kynni við ýmsa merkustu menn Englands og álfunnar um þær mundir, og gat hinn blessaði Thomas ekki kosið á heppilegri forskóla. En Morton kardínáli sá hvað í honum bjó og spáði þvi, að hann myndi verða hinn mesti merkismaður. 1497 tók hann upp nám við háskólann í Oxford og lagði þar stund á fommálin, en við- reisnarstefnan var þá að berast til Eng- lands. Kennarar Mores urðu vinir hans og fyrir milligöngu þeirra kynntist hann ýmsum helztu humanistum — fom- menntafræðingum heimsins, og meðal annars hinum nafntogaða Augústínakórs- bróður, síra Erasmusi, er kenndur var við Rotterdam, og var einn helzti frömuður stefnunnar um þessar mundir, og einna kunnastur fyrir ritið „Encomium Moriae“ —- Lof heimskunnar. En mesta stund lagði Thomas á guðfræði, en hún setti það mót á hugarfar hans, sem hvergi kemur betur fram en við andlátið. Hinn blessaði Tómas var að eðlisfari fyndinn og hafði smekk fyrir hinu kímna háði Erasmusar í ádeilum hans. Tókst því með þeim mikil vinátta, og Erasmus lofaði Thomas najög, en þá skildi þar, að Thom- as var staðfastur í lund og einlægur son- ur kirkjunnar, en Erasmus rnjög reikull í ráði. Þegar fram i sótti lagði Thomas fyrir sig lögfræðinám, að ósk föður sins, og fóru úr þvi fommenntaiðkanir hans nokkuð á dreif. En guðræ.kni hans og kirkjuhollusta minnkaði ekkert, því hann lifði jafnframt meinlætalifnaði og stundaði guðfræði og hélt meira að segja opinberlega fyrirlestra um rit Augústín- usar kirkjuföður. Árið 1504 var Thomas More kosinn á þing, en þar varð dvölin skömm. Um þær mundir fór Henrik kon- lingur VII. fram á, að þingið veitti 40.000 pund í heimanmund handa dótt- ur hans, og tar þinginu það um geð, þingmenn þorðu ekki að kveða upp úr með það. Þá reis upp hinn blessaði Thom- as og mótmælti þvi svo hressilega, að þingið felldi greiðsluna. Fyrir hragðið fór konungur að ofsækja föður hans og hafði hann í haldi í Tower. Þótti Thomasi þá ráðlegra að koma sér undan, og dvaldist hann því næstu fjögur ári 1504—8 í Kartúsaklaustri einu í London. Lifði hann þar við guðrækilegar iðkanir og fræðistörf og stundaði sérstaklega frönsku, sögu og stærðfræði. Meðan hann var í klaustr- inu flaug honum í hug að gjörast munk- ur, en féll þó frá því, vegna þess, að hann miklaði svo fyrir sér þann ábyrgðar- hluta sem prestskapnum fylgdi. Hann fór i staðinn til náms við háskólana í Louvain í Belgíu og Paris og kom þaðan heim i527 og fór að stunda málflutning í Lond- on. Sama ár gekk hann að eiga dóttur að- alsmanns nokkurs og átti með henni 3 dætur og einn son. Málfærslustörfin iðk- aði hinn heilagi Thomas með mestu slyngni, óeigingirni og samvizkusemi og fékk hrátt mikið orð á sig. Hann var því kosinn í ýmsar trúnaðarstöður af sam- borgurum sínum og kom sér i þeim ágæt- lega vel vegna glaðværðar sinnar, fyndni, lægni og samvinnuþýðleika, og ekki sizt vegna þess hve létt hann virtist taka öllu andstreymi. Hann missti fljótt konu sina, en kvongaðist aftur ekkju nokkurri. More var fyrirmyndar heimilisfaðir og létti öll- um störf innan húss. Bömin voru vel 80 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.