Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 14

Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 14
Thomas gerði í viðtali við Roper tengda- son sinn. Roper var eitthvað að orða það við hinn helga mann, að hann mætti vera hreykinn af vinfengi sinu við konung, en Thomas svaraði, að það væri ástæðu- laust, því ef konungur gæti keypt sér höll á Frakklandi fyrir höfuð hans, þá myndi það miskunnarlaust fjúka. Thomas var fyrst í þjónustu utanríkis- stjómarinnar sem samningamaður og sendiherra, og stóð hann meðal annars að friðarsamningunum milli Karls keis- ara V. og Hinriks, sem gerðir voru i Cambray 1529. Hann var upp úr því herraður, varð ráðherra konungs, þá fjár- málaráðherra og siðan kan'/.lari hertoga- dæmisins Lancaster og naut í þeim stöð- um almennrar hylli allra, nema stór- kanzlarans Wolsey kardinála, sem var framgjarn og hégómagjarn og þótti Thom- as mundi verða sér hættulegur. Þrátt fyrir upphefðina breytti Thomas More ekki heimilisháttum sínum. Heim ilið var menningarmiðstöð, og þar ríkti innileg guðrækni og gestrisni, og yfir lætisleysi hið mesta, enda var húsbónd- inn laus við alla valdafikn, Það eru höfð eftir honum þessi orð: „Það eru margir menn, sem á hérvistardögum sín- um kaupa sér vist í helvíti með helrn- ingi meiri fyrirhöfn en þarf til að öðlast vist á himnum“. Á heimili hans riktu og hin mestu ölmusugæði, en þau eru eitt sterkasta einkenni sanntrúaðra kaþ- ólskra manna, og ekkert hrýnir kiikjan fyrir mönnum jafnmikið og þau. Hús hans stóð opið nótt og dag fyrir fátæk- um og snauðum, borð hans var alltaf dúkað þeim til reiðu og pyngja hans op- in fyrir þá. Nokkru áður en hinn eiginlegi valda- ferill hins blessaða Thomas More hófst, voru siðaskipti Lúthers farin að færast mjög aukana, en þau voru ein angalýjan útúr viðreisnarstefnunni engu siður en siðabreytingin innan kirkjunnar, enda stefndi Lúther í fyrstu ekki að öðru en slíkri siðabreytingu, og lenti fyrst síðar út í byltingu. Þeirri tilbreytni tók Sir Thomas More illa, einsog Hinrik VIII. gjörði lika fyrst i stað. Thomas hafðist sem embættismaður mjög að gegn allri siðabreytingu heima fyrir, og lét hegna öllum þeim, er að slíku studdu á Englandi, einsog lög stóðu til. Þetta vhr siðurinn þá, og beittu allir slíkum hegn- ingum, jafnt siðaskiptamenn sem kaþ- ólskir, en það er til vitnis um geðmildi Thomas, að um hans valdatið var eng- inn maður tekinn af á Englandi fyrir slikar sakir, ])ó menn annarsstaðar um sama leyti væru brytjaðir einsog hrá- viði fyrir trúarskoðanir sínar, ekki si/.t á Þýzkalandi, háborg siðaskiptanna. Hann ritaði og á móti siðaskiptunum, bæði rit til varnar Hinriki konungi gegn ádeilu- riti Lúthers á hann, og eins rit, sem hann nefndi „Viðtal um dýrkun mynda og helgra dóma og um ákall heilagra“, og hann hélt i öllu, athöfnum, ræðu og riti fastri tryggð við hina kaþólsku kirkju. Árið 1329 varð Wolsey kardínáli að fara frá völdum, en Hinrik skipaði Thom- as More stórkanzlara í hans stað, en þegar upp úr því fór að hylla undir leiks- lok. Hinrik hafði 1504 gengið að eiga ekkju bróður síns, Katrinu, dóttur Ferdin- ands hins kaþólska konungs í Aragóniu á Spáni. Var sá hjúskapur í forboðna liðu að þeirrar tiðar skilningi, og hafði því verið fengið til hans páfaleyfi, en alllöngu eftir það hafði Hinriki orðið starsýnna á aðra konu, önnu Boleyn, er siðar varð móðir Elizabethar Englands- drottningar. Leitaði Hinrik fyrir sér um skilnað hjá páfa og bar fyrir sig, að hjónabandið við Katrínu væri ógilt, af því að hún væri ekkja bróður hans. 82 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.