Akranes - 01.04.1958, Page 15

Akranes - 01.04.1958, Page 15
Kaþólska kirkjan hefur aldrei leyft og leyfir ekki lijónaskilnað, heldur er hjóna- band að hennar lögum órjúfandi, meðan bæði lifa, og páfi neitaði því um leyfið. Þá greip Hinrik, sem fram að þessu hafði verið ákveðinn andstæðingur siða- skiptanna, til þess úrræðis að segja kirkju Englands úr lögum við páfa og gjörasl sjálfur liöfuð kirkjunnar. Lagði liarm fyrir alla þegna sina að vinna eið að því, að þeir teldu hann, en ekki páfa, yfir- mann ensku kirkjunnar og var sá eiður nefndur supprematseiðurinn, og var talið landráð að leggjast hann undir höfuð. Þennan eið gat auðvitað enginn sann- trúaður kaþólskur maður unnið. Thomas More reyndi að komast hjá því með lagi að vinna eiðinn, en benti kcxnungi á kenningu kirkjunnar og ummæli kirkju- feðranna um þessi atriði. Thomas More sá og skildi, að hann var hér kominn milli tveggja elda, og að hann yrði að kjósa, hvort hann vildi þjóna ástríðu konungs eða heilagri kirkju, og auðvilað fór svo, að hann kaus hið síðara og lagði niður embætti sitt 16. maí 1532 og sagði konungi, að hann gæti ekki orðið honum að vilja. Gekk konungur eftir það að eiga önnu 1533, en af hjúskaparmálum hans er það að segja, að hann losaði sig úr hjónabandi við hana með því að láta taka hana af lífi og gekk síðan að eiga fjórar konur, fóru tvær aðrar sömu leið og liún, við eina skildi hann og ein lifði liann, en alls voru konur hans sex. Hinrik var ekki sá maður, að hann hyggði ekki á hefndir við Sir Thomas More, en það var erfitt að komast að honum, vegna þess hversu grandvar hann var og hafði verið í háttum, en eftir að hann lét af embætti lét hann hátterni konungs með öllu afskiptalaust og gaf sig allan við guðræknisiðkunum, því auð- vitað var honum ljóst hvað á spýtunni héngi. Var nú gripið til þess ráðs að kæra Sir Thomas um mútuþægni og sitt- hvað fleira, en ógerningur reyndist að halda kærunum til streitu. Þegar dóttir hans gladdist yfir þessu sagði hann: „Þetta er frestur, en ckki endalok“. Það var nú svo komið, að þingið enska var orðið fullkomið handbendi konungs og samþykkti það 1534, að börn konungs og Önnu skyldu vera réttborin til rikis, og skyldu jxegnarnir vinna eið að svo- nefndum ríkiserfðagjömingi um þetta efni. 1 London var öllum kennimönn- um stefnt til eiðatökunnar í höll erki- biskupsins í Kantaraborg, Lambeth, sem hann býr í enn þann dag í dag, en af leikmönnum var engum stefnt nema Sir Thomas More. Áður en hann gengi þangað skriftaðist hann, hlýddi messu og tók guðs líkama. Þegar til Lambeth kom lýsti hann yfir því, að hann gæti ekki unnið þennan eið, því með því viður- kenndi hann lögmæti skilnaðar konungs við Katrínu drottningu. Er ekki að orð- lengja það, að Sir Thomas var tekinn fastur og geymdur í Tower. Sir Thomas vissi nú fyrir dauða sinn, og bjóst þegar við honum. Hann fékkst í dýflissunni við andlegar iðkanir og samdi þar tvö guðrækileg rit, heitir ann- að: „Ekki má forðast dauðann á kostn- að trúarinnar“, en hitt eru skýringar við píningarsöguna. Það gekk maður undir manns hönd að fá hann til að vinna eið- inn og bjarga sér, en hinn heilagi Thom- as var óbifanlegur. Þegar kona hans lagði að honum og benti honum á, að hann gæti enn lifað og í góðu gengi, spurði hann: „Hvað heldur þú ég geti lifað lengi?“ „Að minnsta kosti í 20 ár enn“, svaraði hún. „Þetta má vel vera“, anzaði Sir Thomas, og hefðirðu sagt nokkur þúsimd ár, þá hefði að vísu verið við því lítandi; en það væii heldur slakur AKllANES 83

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.