Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 16

Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 16
kaupmaður, sem færi að selja alla eilífð- ina, jafnvel þó væri fyrir mörg þúsund ár“. Sir Thomas var hafður í haldi í meira en ar, og svo sem til að harm skyldi meyrna voru ýmsir prelátar og prestar, sem neituðu að vimna eiðinn, teknir af fyrir utan glugga hans, að honum ásjáandi. Konungur sendi hverja nefndina á fætur annarri til hans í dý- flissuina til að reyna að telja honum hug- hvarf. En þegar ekkert stoðaði var Sir Thomas leiddur fyrir dómstól 1. júlí 1535 °g kærður fyrir landráð. Hann varðist ákærunum með hinni kunnu lægini sinni frá málflutningsmanns dög- unum, en það stoðaði auðvitað ekki, og var hann dæmdur til dauða, og skyldi fjórskipta honum lifandi, en þvi var breytt svo, að hann skyldi höggvinn. Enn leituðu vinir hans og vandamenn lags að snúa honum, en kom fyrir ekki. Hinm 6. júlí, sem nú er messudagur hans, 1535 var hann leiddur út til aftöku og allt undir öxina fylgdi honum glaðværð haru, fyndni og guðrækmi. Er að aftökupallin- um kom, þá reyndist hann ótraustur, skakkur og riðandi, og sagði Sir Thomas þá við foringja herliðsins, sem viðstatt var: „Góði maður, lijálpið þér mér til að komast upp, en úr hinu verður ekl.i skotaskuld að komast niður“. Er upp kom ætlaði hann að mæla til lýðsins, sem við- staddur var, en böðullinn varnaði hon- um þess, og lét hann þvi nægja, að biðja menn að hiðja fyrir sálu sinni og lýsa yf- ir því, að hann játaði kaþólska trú og dæi fyrir hana. Hann féll síðan fram og las yfirbótarsálminm, 50. Davíðssálm: „Miskunnaðu mér Drottinn", reis svo upp aftur og þakkaði höðlinum fyrir þann greiða, sem hann ætti að gjöra hon- rnn, en bað hann höggva vel og rétt. Loks lagði hann höfuðið á höggstokkinn, en þegar höðullinn reiddi til höggs, hað hann hann að biða. Meðan Sir Thomas sat í dýflissunni hafði hann látið sér vaxa skegg, og nú hafði það lagzt milli háls hans og höggstokksins. Hann brá því frá og sagði við böðulinn: „Við skulum hafa rétt við, því ekki hefur skeggið á mér nein landráð drýgt“. Þetta voru hinztu orð hims helga manns. öxin féll, og hann hafði þá flutzt i töhi heilagra pislar- votta með kýmiyrði á vörunum. Með þessu er ekki öll sagan sögð. Þeg- ar að Sir Thomas látnum varð það al- menn trú meðal þeirra manna, er héldu við hinn forna sið á Englandi, að hann væri helgur maður. Þrátt fyrir þrotfaus- ar ofsóknir af hendi ríkisvaldsins brezka á hendur kaþólskum mönnum alveg fram um miðja siðustu öld, tókst aldrei að út- rýma þeim þar í landi, og enn eru þai’ fjöldi ætta, sem gegmum allar þessar raunir alveg fram á þennan dag aldrei hafa hrugðið tryggð sinni við hina kaþ- ólsku kirkju, og þær héldu við trúnni á helgi hams, enda var hún margstaðfcst með jarteinum. Hinn 29. desemher 1886 lýsti Leó páfi XIII. yfir helgi Sir Thom- as, og 6. júlí 1935 tók Píus páfi XI. hinn hlessaða píslarvott Thomas More endanlega í tölu helgra manna. Hinn heilagi Tliomas var tekinn af lífi vegna þess, að hamm vildi ekki viðurkenna erfðarétt óskilgetinna barna Hinriks VII. til rikis í Englandi. Það lifir enn fjöldi manna á Englandi, sem eru afkomendur hins heilaga Tfiomasar, og er slíkt fá- gætt um helga menn, en allir játa af- komendurnir kaþólska trú. Ættleggurinn frá Hinriki VIII. varð aftur á móti al- dauða á örskömmum tíma. Nafn hins hlessaða Thomasar More ljómar nú i dýrð heilagleikans, en yfir minningu Hinriks VIII. fellur alltaf biksvartur skuggi þeirra kvenna, sem hann gekk að eiga, en lét vega. 84 A K R A N E S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.