Akranes - 01.04.1958, Síða 17

Akranes - 01.04.1958, Síða 17
Okkur er nú svo varið mannfólkinu, að við viljum helzt læra eitthvað af öllu, og menn kynnu að spyrja, hvað sé hægt af þessu að læra, hver sé mórallinin. Fyrir þá sem við stjórnmál fást er ekki um að viliast, hvað þeir eigi að lajra. Það er fólgið i þeim orðum hins heilaga Thomasar, sem ég vitnaði i áðan, að það sé slakur kaupmaður, sem færi að selja eilífðina jafnvel fyrir mörg þúsund ár. En hvað er fyrir okkur að læra, lýðinn, kjósendurna, atkvæðafénaðinn eða hvaða inafni við viljum nefna okkur. Ríkjum álfunnar er nú í daglegu tali skipt í einræðisríki og lýðræðisriki. Skipt- ing þessi er að vissu leyti röng. öll ríki álfunnar eru nú á dögum einræðisríki, þar með talið okkar litla ríki. Það eitt skilur á milli, að í hinum svonefndu einræðisríkjum er einræði eins manns, en í hinum einræði örfárra manna. Það eru hafðar kosningar í einræðisríkjunum og er þar aldrei nema um einn mann að velja. í lýðræðisrikjunum er við kosn- ingar að nafninu til um marga menn að velja, en hin fastreyrðu flokksbönd valda þ\d, að kjósendumir kjósa þá menn um- hugsunarlaust, sem flokksstjórnirnar benda á; það er því mjór munur kosn- ingafrelsisims í þessiun löndum. Þó segj- umst við i lýðræðisríkjunum vera, og er- um flestir, lýðræðissinnar, en það er af þeirri einni ástæðu, að ef við kjósendurn- ir — atkvæðafénaðurimn — vöknum til eimhuga skilnings á því að þurfi að breyta til, þá er okkur það innan handar hylt- ingarlaust. Það var hér á landi og annars- staðar sú lenzka um og fyrir aldamót, að menn kusu ekki fyrst og fremst eftir flokkum, heldur eftir manngildi, mann- kostum og ágæti frambjóðenda. Ég hefi einsog eitt af bæjarblöðunum alltaf gjörii, verið að velta því fyrir mér, hvort þetta gamla fyrirkomulag væri ekki betra en hinar nýju kosningar, sem nú fara fram og fleyta allskonar valdagírugum lýð inn í þingið, og ég hefi við þá athugun sannfærzt um, að ég treysti mamngildi og mannkostum manns betur, þó hann sé á önd'verðum meiði við mig i skoðunum, en kostarýrum manni eða valdagírugum, sem kveður sig vera mér sammála. Ég treysti betur manninum, sem ekki gerir samining um sannleikann, heldur lifir og deyr fyrir skoðun sína, eins og hinn bless- aði píslarvottur Thomas More, manninum, sem vill gjöra rétt og ekkert annað, en fæst ekki útí neinn bræðing eða brask um málin, er leiðir þau út á vegi, sem enginn vill að þau þræði. Ég held að lærdómur okkar af þessu hljóti að vera sá, að vér skulum kjósa menn til forustu eftir manngildi og ágæti en engu öðru, svo mál vor verði bókstaf- lega til lykta leidd eftir beztu manna yfirsýn og að beztu manna ráði, einsog forfeður okkar orðuðu það. Ég ætla að lokum að benda mönnum á guðskisturnar, sem bíða gjafa og minna menn á það, sem í kristin rétti Árna bisk- ups stendur, að ölmusa gjörð af góðum vilja þiggur af guði miskunn sínum gjaf- ara og slökkvir svo hans syndir, sem vatn slökkvir eld. Það leynir sér ekki, að grein þessi um hinn fræga mann er rituð af kaþólskum manni, er leggur megin áherzlu á hið kaþólska viðhorf. Þótt svo sé, þykir mér fengur að hafa átt þess kost að birta þessa grein dr. Guðbrandar Jónssonar, sem segja mátti, að vel héldi á penna um hvað sem hann ritaði. Ö.B.B. AKRANES 85

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.