Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 18

Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 18
Þorsteinn Gíslason: Endurlit yfir íslenzkan skáldskap og bókmenntir 1896 (l’cssi grein er tekin upp úr „Sunnanfara", febr. 1897. Er ganian að sjá hér gagnrýni Þor- steins Gislasonar um hvcmig umhorfs sé á bókmennlaakrinum 1896, t. d. hvernig honum koma fyrir sjónir ]>eir, sem siðar voru taldir með stórskáldunum. Greinin er vel skrifuð og skcmmtileg eins og vœnta mátti. O.fí.Ii.) Það er ekki nema litill hluti af öllu því sem ritað er og prentað, sem að réttu mati geti tali/.t til bókmennia. Þvi er svo varið um þetta orð eins og mörg önnur, að við skiljum það ekki allir á einn veg, eða réttara sagt: við táknum ekki allir með því eina og sömu hugmynd; einn inotar það í viðari merking en annar. Og það er vandi að skera úr, hversu viðtæk merk- ing þess skuli vera. öllum mun koma sam- an um, að t. d. markaskrár, stafrófskver, strokhrossalýsingar í blöðum og annað þess konar heyri ekki bókmeinntunum til. Allt það, sem ritað er og prentað aðeins til að lesast þann og þann daginn eða árið, heyrir þeim heldur ekki til. Og svo er því varið um mestallt efni blaðanna. Margir merkir blaðamenn hafa aldrei ritað eitt orð eða setningu, sem hafi gildi fyrir bók- menntirnar eða geti talizt til þeirra. Svo er t. d. um Bjöm Jónsson, ritstjóra „fsa- foldar“, Hannes Þorsteinss.. ritstj. „Þjóð- ólfs“, og marga fleiri íslenzka blaðamenn. Það sem ég festi hugann við, þegar ég lít yfir ritsmíðar þær, sem fram hafa komið hjá okkur á árinu, er því aðeins það, sem mér virðist hafa í sér svo vak- andi lífsneista, að búast megi við að það lifi framvegis, verði aftur og aftur lesið og fái festu i bókmcnntum okkar. Þrjár ljóðabækur hafa komið út á árinu. Það eru Ljóðmœli Jóns Ólafssonar, endur- prentuð í þriðju útgáfu, Þyrnir, kvæða- safn Þorsteins Erlingssonar, sem úlg. ennþá geymir vel í Khöfn, og Biblíuljóð tsira Valdemars Briem, fyrri partur. Þau hef ég enn ckki lesið. En cngin af þess- um kvæðum eru ort á árinu sem leið og flest af þeim munu hafa verið mörgum áður kunn, að fráskildum Bibliuljóðunum. Allt það, sem fram hefur komið nýtt á árinu, eru smákvæði og smásögur, að mestu leyti frá mönnum sem verið hafa meira eða minna kunnir áður. Eldri skáldin hafa hvert um sig aukið nokkr- um ljóðum við kvæðasöfn sin, en hafa eins og auðvitað er, komið fram í sama búningnum sem þau áður voru kunn í. Frá yngra kyninu búast menn aftur á móti við einhverju nýju og óheyrðu, því þar sjá menn votta fyrir framtíðarbraut bókmennta okkar. Og hér verður nú minnzt á frammistöðu þeirra manna árið sem leið, er helzt má telja vinnandi að því að ryðja hana, eða liklega til að gera það framvegis. Eins og að minnsta kosti tvö undanfar- andi ár er Þorsteinn Erlingsson enn fremstur. Á þessu ári hefur hann fyrst gefið út safn af kvæðum sínum. En hann hefur líka birt ný kvæði bæði í Eimreið- inni og Bjarka, og eru það beztu ljóðin, sem fram hafa komið á árinu. En helzt til 86 A K R A N E S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.