Akranes - 01.04.1958, Page 22

Akranes - 01.04.1958, Page 22
Sigurjón Jónsson, læknir ^Vcrðnndi^ mentf F ormálsorS: (Erindi það, er hér fer á eftir, var upphaflega flutt á Dalvik í janúar 1912. Ritstjóri Akraness komst að því nýlega, að ég ætti það í fórum minum, og mæltist til að fá það til birtingar. Með þvi að ég lít enn i öllu er máli skiptir sömu augum á Verðandimenn og áhrif þeirra á islenzkan skáldskap fyrstu þrjá áratugina eftir að VerSandi kom út, hef ég ekki séð á- stæðu til að breyta neinu er máli skiptir, og verða því lesendur að gæta þess, að þar sem talað er um nútíð og samtið í erindinu, er vitanlega átt við timann um áramótin 1911— 1912. Síðan þá hafa flætt yfir landið þau feikn skáldskapar, að því fer fjarri, að ég treysti mér til að rekja hve mikið gætir nú orðið áhrifanna frá VerSandimönnum, og hefir gætt síðustu áratugina, þótt vist sé um það, að flest ef ekki öll beztu sagnaskáldin frá þessum timn eiga VerSandi-mörmum meira eða minna upp að inna, beint og óbeint. Og einnig hitt, að eng- inn hefir á þessu áraskeiði beint islenzkum skáldskap inn á nýjar brautir eins og þeir gerðu á sinum tima, þvi að þótt einstaka „lista- maður af náð auglýsinganna“, geri sér „skrit- inn leik“ að féþúfu, ]»á er vonandi að ekki verði svo margir til að stunda þá iðn, að ]»að, sem á útlendum málum kallast „pornog»'afi“, verði rikjandi stefna í isl. bókmenntum.) Þegar hinn gáfaði og gjörhuguli höfund- ur þessa greinagóða erindis um „Verðandi“- menn sýndi mér þá góðvild tveim eða ]»rem árum fyrir dauða sinn (en hann lézt 30. ágúst 1955), að láta mig, eftir beiðni, fá það til birtingar, lét liann ofanrituð. formálsorð fylgja því, og sé ég ekki ástæðu til neins við- auka við þau. Ritsj. Akranrss. QO Sigitrjón Jónsson, lœknir. Þegar „aflmikill stormur yfir hafið skríður", reisir fjallháar öldur á útsæn- um og gjörir straumbreytingu i hafinu, þá verður öldugangsins vart inn í af- skekktustu víkur og voga, þótt í smærri stíl sé, og þótt það kunni að vera logn að mestu, þá ber öldusogið vott um umbrot- in á útsænum mikla. Líkt er því farið þegar stormar nýrra hugsjóna koma róti á allt andlegt líf i hinum stóru menningarlöndum, Þær öld- ur, er þá rísa, breiðast í allar áttir eins og öldumar á hafinu og gjöra fyr eða siðar vart við sig lika í fámennari og afskekki- ari löndunum, en auðvitað ]»ví seinna og aflminna sem þær eru fjær miðstöðvum menningarinnar, þar sem þær áttu upp- tök sín. Allar andlegar hreyfingar með þjóð vorri á síðari öldum má að meira eða minna leyti rekja til þvílíkra erlendra áhrifa. Vitaskuld hafa staðhættirnir, þjóð- erni vort og saga valdið því, að þær hafa oft komið hér fram í talsvert breyttri mynd, en engu að síður leynir útlendi A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.