Akranes - 01.04.1958, Síða 25

Akranes - 01.04.1958, Síða 25
að k'ila herlogadæmin af hendi við Þjóð- verjfu Þeir vöknuðu við vondan draum, og sáu nú um seinan, að þeir höfðu hvorki þekkt sjálfa sig rétt eða mótstöðu- menn sína, en látið hégómlegt þjóðar- dramb og öfgafulla þjóðernistilfinningu leiða sig afvega. Þjóðin snerist af alefli að verklegum umbótum; herópið varð nú meiri og notasælli fræðsla, rneiri verzl- un, meiri afurðir, m. ö. o. efnalegt og andlegt. sjálfstæði. Lýðháskólar þjóta upp, józku heiðarnar vai farið að rækta af kappi, bændur ganga í alls konar sam- vinnufélagsskap o. s. frv. En í bókmennt- unum markar það stefnubreytinguna, er Georg Brandes tekur að halda fyrirlestra sína við háskólann 1871. Hann var þá 29 ára gamall, hafði stiiTidað fagurfræði við háskólann og tekið þar próf með miklu lofi rúmlega tvítugur, verið svo á ferðalagi til frekari lærdóms og frama um Þýzkaland, Eng- land og Frakkland öðru hvoru 7 árin næstu og kynnzt þar stefnum þeim, er þá höfðu rutt sér þar til rúms í heim- 'Spcki og skáldskap. Sérstaklega var harm hugfanginn af kenningum Stuart Mills i heimspeki, og Taine’s í bókmenntasögu og fagurfræðum. Um þær vildi hann fræða landa sína og umfram allt opna þeim útsýni, fræða þá um hvað var að gjörast úti í stóru menningarlöndunum, hvaða andlegar hreyfingar þar mörkuðu stefnuna. Honum fannst Danir hafa byrgt sig inni; þeim hefði farið eins og maimi, sem aldrei fer út úr húsi og lokar vand- lega að >sér öllum dyrum og gluggum, hleypir jafnvel hlerum fyrir gluggana til að byrgja fyrir útsýnið. Nú vildi hann hleypa inn nýju lofti í stað gamla, fúla kyrstöðuloftsins og taka hlerana frá gluggunum. Rómantíkin, sem Danir lifðu enn á, var orðin úrelt, enda flestir merkis- berar hennar í Danmörku úr sögunni og AKRANES aðrir smærri spámenn komnir í þeirra stað. 1 stóru menningarlöndunum var hún löngu komin undir græna torfu og ný stefna komin i staðinn, er sneri sér að nú- tíðinni og vildi sýna lífið eins og það er, en ekki í neinum hillingum, langt fyrir ofan allan veruleik. Þetta ættu dönsku skáldin og listamennimir líka að gjöra, en hætta að velgja upp aftur og aftur gamla rómantíska grautinn, þvi að þótt hann kynni að hafa verið góður á sínum tima, þá væri nú komin önnur öld, sem þyrfti að hafa listabúning við sitt hæfi og ekki væri bjóðandi uppvelgd andleg fæða frá liðnum tíma, tíma, sem var allur anriar og hafði önnur hugðarmál en nútíðin. Víst er það gott verk að hleypa inn nýju lofti og veita gamla kyrstöðuloft- inu útrás, en ekki er víst að allir kunni að meta það eða þakka. Súgur og kuldi getur verið í för með nýja loftinu, ekki sízt ef allar dyr og gluggar eru opnaðar i einu upp á gátt, og værukærum mönn- um og kulvísum kann að finnast óþægind- in af því meiri en svo að loftbreytingin sé tilvinnandi. Það má og virðast að eng- um þyrfti að vera ami í því að taka hlerann frá gluggunum svo að útsýnisins njóti, en ef sá sem inni fyrir er, hefur talið sér trú um, að hann búi i glæsileg- asta húsinu, en sér, þegar hlerarnir eru teknir, að aðrir eiga miklu stærri og veg- legri hús, þá má vel vera að hann reið- ist þeim, er tók hlerana og svipti hann þeirri sælu ímyndun, að húsið hans væri prýðilegra en öll önnur. Þannig verður skiljanleg mótspyrna sú, .sem Georg Brandes fékk, einkmn hjá þjóðernis- og frelsisflokknum svo kallaða, sem reyndar var kominn á fallandi fót er hér var komið, og hjá skáldum þeim og ritliöf- undum, sem enn héldu tryggð við róman- tisku stefnuna, enda verður þvi ekki neit- að að hann opnaði nokkuð ógætilega og 93 L

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.