Akranes - 01.04.1958, Side 26

Akranes - 01.04.1958, Side 26
sást lítt fyrir. En allur þoini yngri manna fylkti sér undir merki lians, og nýtt lif færðist í bókmenntir Dana. 1 Noregi urðu áhrif hans engu minni, þótt hér verði ekki farið út í þá sálma. Stríðið, seni Biandes vakti, var liarð- ast fyrsta áratugimi rúman eftir að hann hóf ritmenmsku sina. Á þeim árum voru meðal annarra við nám í Höfn fjórir ís- len/.kir stúdentar, er fremur öðru hneigð- ust að skáldskap og fagurfræði, þeir Gesl- ur Pálsson, Bertel Edvard Ólafur Þorleifs- son, Hannes Hafstein og Einar Hjörleifs- son. Gestur var þeirra elztm’, varð stúd- ent 1875, sigldi þá til háskólans og lagði stund á guðfræði. Bertel varð stúdent 1879 og stundaði læknisfræði. Yngstir voru þeir Einar og Hannes, háðir stúdentar frá 1889 og stunduðu báðir lögfræði. En þó að þeir væru yngstir lítur út fyrir að ]>eir hafi verið framkvæmdamenn mest- ir af þeim félögum, því að áður hafði ekki borið á þeim Gesti og Bertel svo að teljandi væri, en þegar árið eftir að þeir Einar og Hannes komu til Hafnar fara þeir fjórir að gefa út ársrit, sem þeir kalla „Verðandi". Sennilega er það ekki hending ein að ]>eir voru einmitt 4, sem í þetta réðust. Allir könnuðust þá orðið við, að „Fjölnir“ hafði á sinum tíma hafið nýtt tímabil í íslenzkum bókmenntum. Þeir fjórmenn- ingamir hafa víst hugsað sér þegar í upp- hafi, að hlutverk „Verðandi“ ætti að því leyti að vera svipað, og hefur því þótt eiga vel við að 4 væru útgefendurnir, eins og að „Fjölni“. Það má og haf mörgu sjá, að þeir hafa verið hugfangnir af Fjölnis- mönnum og starfi þeirra, enda var fyrst um þessar mundir kominn sá tími, að menn gátu metið það nokkum vegiim réttilega. Meðan Fjölnir kom út var hann nokkurs konar hrópandans rödd í eyðimörkinni og harla óvinsæll fyrir að- finnslur sinar við þjóðina og lítilsvirðingu á sumu því, sem þjóðlegl var talið þá, svo sem rimunum. Seinna skyggði hin mikla persóna Jóns Sigurðssonar á Fjölnismenn og þeirra starf; hann bar svo langt af fyr- irrennurum sínum flestum og samliðar- mönnum, að þeirra gætti varla Jiema að svo miklu leyti scm þeir fengu ljós sill frá honum, ef svo má að orði kveða, voru samverkamenn hans og samherjar. En það voru Fjölnismenn einmitt ekki, nema ó- beinlínis að því leyti sem livorirtveggja báru hag og heill ættjarðarinnar fyrir brjósti. Um leiðirnar til að efla hvort- tveggja voru þeir ekki á einu máli. Þess vegna dró líka Konráð Gislason, sem lengst lifði Fjölnismanna, sig úr öllum félagsskap Islendinga frá því um 1850, og lagði ekkert til íslenzkra bókmennta eftir það. Annar merkur Islendingur í Höfn, Gísli Brynjólfsson, fræðimaður og skáld, hafði átt í ritdeilu við Jón Sigurðsson, og verið mjög einangraðui eftir það, lengi skoðaður sem hálfgerður vargur í véum meðal landa í Höfn. Nú var Jón Sigurðs- son dáinn, og fór þá heldur að draga sam- an með hinum gömlu fylgismönnum hans og mótstöðumönnum og fyrnast sakir. Sér- staklega voru einmitt Verðandimenn handgengnir hvorumtveggja, því að í nán- asta kunningjaflokki sumra þeirra að minnsta kosti voru anrnars vegar hinir gömlu vinir Jóns Sigurðssonar, Sigurður Jónasson og Tryggvi Gunnarsson, hins vegar Konráð Gislason og Gisli Brynjólfs son. En þótt Verðandimenn dáðust að Fjöhnsmönnum, þá fannst þeim cngu að síður þörf á að liefja nýja stefnu, er lá í nokkuð aðra átt en sú, er þeir höfðu gerzt talsmenn fyrir á sínum tíma. Nýir andlegir straumar voru komnir fram síð- an og þeim vildu nú Verðandimenn veita til íslands, þeim fannst mest af öllu riða 94 1 A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.