Akranes - 01.04.1958, Síða 37

Akranes - 01.04.1958, Síða 37
meistari, þótt honum sc lítið um að blanda þar í peningaveltum. Mór er kunnugt um, að hann heldur mikið upp á töluna sjö, en það má vel vera runnið frá meistar- anum, sem aðspurður svaraði þvi á þenn- au eftirminnilega hátt, hve oft ætti að fyrirgefa: „Ekki sjö sinnum, heldur sjötiu sinnum sjö sinnum“. Þessa margföldunar- töflu kann síra Friðrik vel, því að allt lians langa líf, iðja og athöfn, hefur fyrsl og fremst miðazt við það, og mótazt af þvi, hvernig líf hans og starf gæti komið að sem víðtækustum notum fyrir æskuna, sem hann umgekkst. Honum hefur orðið þetta mikil gæfa. Það hefur og orðið mörgum einstaklingi til gæfu og gengis. Það hefur orðið íslenzkri þjóð til hlessunar i marga ættliðu, í samræmi við Orð Guðs og fyrirheit. Sira Friðrik hefur ekki fylgzt með hverri hræringu hinna almennu mála i þjóðfé- laginu og látið sem það kæmi sér lítið við að hnýsast i dægurmálin. Honum hefur ekki fundizt það lífsnauðsyn að rýna í hvern dagblaðssnepil, né heldur hefir hann haft löngun til að nema hvert orð af vör- um þeirra, sem daglega láta ljós sitt skína á vegum útvarpsins. Með hliðsjón af þvi, sem nú var sagt, veit hann þó ótrúlega góð skil á öllu þessu. Það er þvi eins og hann hafi sagnaranda eða svo margvís- lega óvenjulega skynjun. Hefur honum ])ví ekki orðið nein skotaskuld úr að leysa hin daglegu vandamál, sem komið hafa fyrir í starfi hans. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að sira P’riðrik mundi aldrei koma til hugar að vera að snuðra um það, sem við kemur öðrum mönnum. Einnig á þessu sviði er sira Friðrik ein- stæður persónuleiki. í ])essu hefur þrennt sérstaklega hjálpað honujm: Fjölþættar gáfur og göfgi, upplýst af anda Guðs, en það sýnir öllu öðru fremur, hve náið og traust samband hann hefur við Guð sinn, en þetta vita líka allir, sem bezt þekkja síra Friðrik. Þannig hefur hann allan simi langa aldur verið óvenjulegur starfs- kraftur undir handleiðslu Guðs. Mikið starf og merkilegt hefur ])egav risið af þeim frjóanga, er sira Friðrik gróðursetti hér rétt fyrir siðustu aldamót. Það hefur enginn kyrkingur verið í vexti þess, engar la'gðir í starfi þess, heldur sífelldur vöxtur og viðgangur. Þess sér nú viða merki í þjóðlífinu og þá ckki si/i í höfuðstaðnum þar sem þörfin á slíku starfi er hvað mest. Þetta viðamikla óeigin gjarna sjálfboðastarf K.F.U.M. og K. hef- ur verið kirkju landsins mikil stoð og styrkur á þeim nær 60 árum, er það hef ur staðið. Ég hygg, að kirkjan eigi þar mikla skuld að gjalda, og meiri en almennl hefur verið haldið hingað til. Ég óska vini mínum, síra Friðrik, inni- lega til hamingju á þessum merku tíma- mótum í lífi hans. Ég bið Guð að leið.'i hann og styrkja ])að sem eftir er af áfang- anum, sem hingað til. Það er mestar lík- ur til að hann verði 7X13 ára og ef til vill 7X14 ára. Ef til vill mætir hann líka árið 2000 á Utskálum, eins og hann lofaði Keflvíkingum um síðustu aldamót? Síra Friðrik hefur verið hamingjubarn, og það hefur verið þjóðinni mikil hamingja, að eignast svo heilsteyptan ungmennaleið- toga sem raun ber vitni, enda sýna verkin merkin. Ól. fí. fíjörnsson. Kærleikurinn Keppið eftir kœrleikanum. Allt hjá yður sé í kœrleika gjört. ÞjóniS hver. öSrum í kærleika. Umberið hver annan í kœrleika. Guð er kœrleikur. Kœrleikurinn fellur aldrei úr gildi. A K I\ A N E S 05

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.