Akranes - 01.04.1958, Page 41

Akranes - 01.04.1958, Page 41
urinn lifandi koniinn, fullur áhuga á pen- ingum, snobbaður, hugsjónalaus, geðgóð- ur og jafnvel hjálpsamur og laus við að skilja minnstu vitund í hinum dýpri rök- um tilverunnar. Ævar er skínandi skemmtilegur i hlutverki þessa náunga, enda litill vaindi að finna lifandi fj'rir- myndir að honum í borgarlífinu. Vernharður bankastjóri (Valur Gísla- son) virðist vera soðinn saman úr tveimur núlifandi bankastjórum, en gervið hins vegar fetngið að láni hjá formanni eins stjórnmálaflokksins. Þetta er góðlátlegur maður en við kynnumst honum aðeins í misheppnuðu atriði, veizlunni á heimili bankaritarans, og geldur hann ]>ess. Sama er að segja um konu hans, Málfríði (Anria Guðmundsdóttir). Hún kemur aðeias fram i veizlunni vanhugsuðu og ])ví erfitt að taka afstöðu til hennar. Eðlilegasta umhverfi leiksins er krái r og sönnustu persónumar eru áfengissjúkl- ingurinn Nathan og veitingakonan Finna. Jón Aðils fer með hlutverk Nathans og gerir ])að með miklum ágætum. Hann her ræfildóminn utan á sér, hugsýkin túlk- ast í hverju spori, mannfyrirlitningin í blæhrigðum raddarinnar. Hann er sorinn í þjóðfélagitnu, ólánsmaðurinn, sem kom- inn er fast að botni og kann engin tök til ])ess að komast aftur upp á yfirborðið'. Hann fylgir jafnvel dæmi hins drukkn- andi manns að þvi leyti til, að hann berst gegn þeim, sem eru að reyna að bjarga honum. Helga Bachmann er of snyrtileg og of mikil dama i hlutverki Finnu, en sálar- angist þessarar hrjáðu konu túlkar hún prýðilega og af það miklum mamnleika, að hún verður eina kona leiksins, sem leikhúsgestum verður ekki alveg sama um. I-Iún á grugguga fortið en hefur saml varðveitt marga beztu kosti góðrar konu, ])ess vegna gæti hún líka átt framtið, sem ekki væri algerlega hulin værðarvoðum borgaralegrar meðalmennsku. Vafalaust hefur höfundur ætlað sér að gera ógleymanlega persónu úr Stefáni bankaritara. Það hefur mistekizt. Maður- inn er ekki nógu djúpur til þess að spegla þær mannlífsmyndir sem höfundur virð ist hafa ætlað að taka en ekki kunnað að framkalla. Það er ekki nóg að vita, að sumt er rotið í Reykjavik, Menn verða lika að þekkja hyldýpi hinnar fullkomnu örvæntingar, vita hvað það er að færa mestu fórnir og bíða borgaralegt skip- brot að launum. Agnar Þórðarson hefur gert margt vel, það vel, að ég hefði viljað vænta snilld- arverka frá hans hendi. Að þessu sinui hefur verk hans ekki farið fram ú r sæmi- legu meðalleikriti, vonandi eigum við snilldina til góða. * Faðirinn. Harmleikur í þrem þáttum eftir August Strindberg. Þýfiandi: Loftur GuSmundsson. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leiktjöld: Lárvs Ingólfsson. Ekki fer það milli mála, að August Stiindberg var snjallasti leikritahöfundur Svía og skipar við lilið Norðmannanna Holbergs og Ibsens heiðursess i norrænni leikritun þótt frægð þeirra byggist á mjög mismunandi verkefnavali og efnismeðferð. Strindberg var ólánsmaður mikill og að þvi er talið er, geðveikur á köflum. Geðveikin var þó ekki á svo háu stigi, að hún .,vipti hann skarpri dómgreind, ])vert á móti virðist í sjúku sálarlífi hans hafa vaxið og dafnað ótrúlega mikill næmleiki fyrir því, sem jafnan hrærist í kviku mannlífsins. Engin örvinglun virðist hafa verið svo djúp, að hann hafi ekki skynjað dýpt hennar, engin vonbrigði svo sár, að hann hafi ekki þekkt sálarkvalirnar sem 109 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.