Akranes - 01.04.1958, Page 51

Akranes - 01.04.1958, Page 51
Jckk liaim þennan hlula af ln'isi Þórðar í skiptum fyrir skúr, er hann átti á Bakka. Af honum keypti Jón svo þetta hálfa hús fyrir 200 kr., en Jón Sigurðsson og Ölafur Þorsteinsson rifu það og byggðu húsið Laufás upp úr því, en það var gert fok- Iielt úr efni þessa gamla húss. I nóv. 1901 er þetta fólk í Laufási: Jón (iuðmundssoin skósmiður og Gróa Jóns- dóttir kona hans. Kristján 14 ára, Karl Haraldur 11 ára og Axcl 8 ára, synir þeirra hjóna. Ennfremur Guðrún Jóns- dóttir, móðir húsbóndans, talin 77 ára. .Tón í Laufási er fæddur á Hávarðsstöð- um í Leirársveit, 5. des. 1859, en þá bjuggu þar foreldrar hans, Guðmundur Ólafsson og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (Hún var alsystir Magnúsar í Efri-Götu). Árið 1860 eru þau komin að Teigakoti, og eru þar til þess þau flytja að Göthúsum 1864. Árið 1876 fer Jón til skósmíðanáms í Reykjavík, hjá Sigurði Kristjánssyni skó- smið. Samhliða Jóni var þarna einnig við sama nám Björn Kristjánsson, sem siðar gerðist kaupmaður, þingmaður, banka- stjóri og ráðherra. Með þeim Birni og Jóni tókst þama tryggða vinátta, sem báðum entist alla ævi. Átti Jón þar jafn- an síðan hauk í horni þar sem Björn var, og átti hann lengi viðskipti við Leður- vörudeild V.B.K. Svo greindur og fróðleikfús sem Jón var, efa ég ekki, að hann hafi haft mikið gagn af þessari námsferð sinni og s\o nánum tengslum við mann eins og Björn Kristjánsson. Hygg ég, að Jón hafi á þess- um árum eitthvað fengizt við dönskunám, þótt ekki geti ég gert frekari grein fyrir því hugboði. Hitt var mér kunnugt um, að hann Tas nokkuð sér til gagns Norður- landamálin, og hlýtur sii þekking að vera runnin frá veru hans á námsárunum í Reykjavík. Að námi loknu kom Jón aftur heim og settist að á Smiðjuvöllum eins og fyrr segir. Árið 1889 kvæntist hann Gróu Jóns- dóttur. Hún var fædd að Vallarhúsum i Grindavík 26. júlí 1849. Foreldrar hennar voru: Jón, f. 1822, d. 1885, Guðmunds- son, og kona hans, Guðrún, f. 1829, d. 15. maí 1858, Þórðardóttir. Guðmundur, faðir .Tóns mun hafa búið á Vigdísarvöll- um i Grindavik. Gróa og Jón áttu hér lieima til igyð, er þau seldu Laufás og flutu héðan, enda voru þá fyrir löngu fluttir héðan allir synir þeirra. Gróa and- aðist i Reykjavík 9. marz 1938, en Jón andaðist i Sandgerði lijá Axcl syni sinum 24. júní 1943. Jón í Laufási var afbragðs iðnaðarmað- ur, mjög laginn og velvirkur, svo að bók- staflega engin hrukka var á handbragði hans. Fyrst og fremst var hér um að ræða alls konar viðgerðir á skóm, en dálítið gerði liann þó að nýsmíði, sérstaklega vað- stigvél. Ekki get ég imyndað mér að þetta hafi nokkurntiman gefið Jóni það, sem kalla mætti góð laun. Eitthvað hefur auð- vitað hrotið til hans frá drengjunum með- an þeir voru þar heima. Hefur Jón því þurft að halda sparlega á litlum tekjum, enda var þar ekki farið illa með eða miklu sóað i óþarfa eða óþrif, þvi að óviða var betur gengið um utanhúss eða innan og hið smæsta nýtt til hins ýtrasta. J>rifnað- ur og snyrtimennska var einstök í öllum efnum. Jcn átti lengi liesta og nokkrar kindur. Fór hann óvenjulega vel með hvort tveggja. Ekki aðeins um fóðrun, heldur og alla hirðingu, kindurnar hrein- ar, og hestarnir kembdir og stroknir eg einnig snyrtaðir á fax og tagl með hæfi- legu millibili. Undan þeim var mokað oft á dag og loftræsting höfð svo góð sem frekast var hægt. Garður og tún var svo vel hirt, að ekki verður lengra jafnað. Þar voi'u ekki gerðar hlykkjóttar götui. A K R A N E S 119

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.