Akranes - 01.04.1958, Page 56

Akranes - 01.04.1958, Page 56
borg í Skagafirði. Foreldrar lians vorn Margrét Ólafsdóttir og Pétur borgari Pétursson. Dóttir Jóhönnu af fyrra hjónabandi er Mjallhvit Margrét, og er búsett erlendis. 2. Hansína Linnet, f. 1878, giftist Þórði, f. 1871, kaupmanni, Bjarnasyni, frá Reykhólum, Þórðarsonar. Þórður var um skeið verzlunarstjóri í Borgarnesi og síðar hjá P. J. Thorsteinsson & Co. i Reykjavik (Milljónafél.). Hann verzlaði og í Reykjavík fyrir eigin reiknimg. Þórður tók mikinn virkan þátt i félagsmálum Templara og var um tugi ára háttsettur embættismaður í Reglunni, sem þau hjón studdu drengilega alla tíð. Börn þeirra lijóna voru þessi: a. Hans Ragnar, forstjóri i Reykjavik, fyrri kona hans, Guðrún Sveinsdótl ir, þeirra börn: Helga og Gunnar. Síðari kona hans var Jóhanna Frede- riksen, þeirra börn: Ragnar Már og Hansína Hrund. b. Sigurður, skrifstofustjóri í Búnaðar- bankanum. Fyrri kona, Ólafia P. Hjaltested, þeirra börn: Pétur Frið- rik, listmálari, og Þórður Baldur. Siðari kona, Þórey Hannesdóttir. Þeirra barn: Hannes Már. c. Elísabet Regína Magdalena, leik- kona, hennar maður, Bjami Bjarna- son, læknir. Þeirra börn: Erla og. Kolbrún. d. Bjarni, hljómlistarmaður, kona hans, Hjördís Þorleifsdóttir. Þeirra barn: Sif. e. Hendrik, dó á barnsaldrí. f. Þórey Sigríður, hennar maður: Stef- án, forstjóri, Bjamason, Jónssonar frá Galtarfelli. Þeirra börn: Bjarni Heimir og Þórður örn. g. Skúli, fyrri kona, Anna Einarsdóttir, þeirra böm: Hendink og Þórður. Síðari kona, Erla Valdimarsdóttir. þeirra barn: Hansína Guðrún. Árið 1935 kaupir Gísli Eylert rakari Eðvaldsson Laufásinn og gerist hér rak- ari um nokkurra ára skeið. Gísli var liressilegur strákur, en kurteis og prúður. Árið 1938 fluttist hann til Akureyrar og gerðist rakari þar. Mörg undanfarin ár hefui' hann verið sjúklingur á Elliheimil inu í Skjaldarvík. Kona Gísla var Ilidda Einarsdóttir verkstjóra Jónssonar, sem um mörg ár átti heima hér á Akranesi. Nokkru eftir að þau fluttu til Akureyrar skildu )>au Hulda og Gisli samvistir. Þeirra börn: a. Einar Eylert, bóndi á Stórahrauni í Hnappadalssýslu, kvæntur öldu Einarsdóttur frá Skagaströnd. b. Birgir, mjólkurfræðingur við Mjólk- urstöðina í Borgarnesi. c. Rósa Guðbjörg, starfsstúlka i Mjólk- urstöðinn í Reykjavík. Næst kaupir Guðmundur Jónsson, skip- stjóri, árið 1938 og býr þar ásamt bústým sinni og börnum, þar til hann kaupir Guðnabæinn og flytur þangað, og þar hefur Guðmundar verið getið (sjá 1.—3. tbl. 1955). 1950 selur hann svo Laufás Jóhannesi Björnssyni. Hann er f. i Goðdöl- um í Skagafirði 1925. Kona hans er Ingi- leif Aðalheiður Kristjánsdóttir, f. i Einars- lóni i Snæfellsnessýslu 1926. Þau munu ekki hafa átt og búið í Laufási nema um eins árs skeið. Þá eiga þau aðeins eina dóttur, Kristinu. Árið 1949 búa þau að Skagabraut 15, en 1931 munu þau flytjast til Keflavikur eða Njarðvíkur. Árið 1931 kaupir Jón Guðjónsson, vél- stjóri, eignina og býr þar til ársins 1937* er hann flytur i nýtt, stórt steinhús, er hann hefur byggt á Laufáslóðinni, og er við Litlateig 4. Jón er f. í Arnartungu í Staðarsveit 1926. Kona hatns er Sigrún Níelsdóttir, f. i Seyðisfirði 1927. Þau 124 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.