Akranes - 01.04.1958, Side 57
- LEIKFELAG
I maímánuði hóf Leikfélagið sýningar
í't leikritinu Kjarnorku og kvenhylli eftir
Agnar Þórðarson, sem ó síðkastið hefur
verið afkastamikill leikritahöfundur.
Nokkrir nýir leikendur komu fram, sem
gefa nokkrar vonir, og sumir hinna eldri
vaxa með hverju nýju hlutverki.
Þórleifur Bjarnason var leikstjóri að
þessu sinni. Verður ekki annað sagt, en
að honum hafi farizt það mjög vel úr
hendi. Virðist hann hafa haft góða yfir-
flytja til Akraness þetta ár, 1951. Þau
eiga þessi böm: Ingunn Jóna, Niels Ösk-
ar, Guðjón Pétur, Jón Magnús, Guðrún
Katrín, Hjálmar Þór.
Núverandi eigendur Laufáss frá 1957
eru: Bjarni Bjarnasoai, verkamaður, f. i
Bolungarvík 1895 og kona hans, Ólöf
Jóna Jónsdóttir, f. í Bæjum á Snæfjalla-
strönd 1907. Þau fluttust til Akraness
1953, °g bjuggu nú seinast á Litlateig.
Þeirra dóttir, Friðgerður FJín. Áður en
Jóna giftist átti hún dóttur með Guð-
mundi Sakaríassyni úr Bolungarvik. Hún
beitir Erla, og er gift Gísla, smið, Sigurðs-
syni í Deildartungu hér.
Eins og áður er sagt var Laufás í góðri
hirðu meðan Jón Guðmundsson bjó þar.
Nú hafa þau Bjarni og Jóna gert húsinu
mikið til góða, sérstaklega að innan, Þar
er öllu haganlega fyrir komið, allt málað
eða veggfóðrað og nýtízkutækjum komið
fyrir. Það er allt hreinasta snilld, og
ber eigendunum, og þá sjálfsagt sérstak-
lega liúsmóðurinni, fagurt vitni um sér-
stakan þrifnað og myndarskap.
Það er sýnilegt, að Laufás getur lengi
staðið með sliku viðhaldi og umhirðu sem
þar er nú.
AKRANES r
AKRANESS -
sýn yfir allt, er mestu máli skiptir, og
þannig fengið góða heildarmynd, samleik
og sviðsetningu í samræmi við það. Þór-
leifur lék einnig Sigmund bónda og gerði
þvi hlutverki góð skil með öfgalausum,
sönnum leik. Þorleif alþingismann lék
Þorgils Stefánsson, sem er allvanur leik-
ari, barii hér og frá Ólafsvík. Leikur hans
Þórleijur Bjarnason.
er yfirleitt góður, hann virðist hafa
nokkra kómiska hæfileika og leggur sýni-
lega mikla áherzlu á að skilja sem bezt
hlutverk þau, er hann fer með, eins og
góðum leikara sæmir. Karitas konu hans
leikur Bjarnfríður Leósdóttir. Það mun
öllum koma saman um, að Bjarnfríður
hafi aldrei sýnt eins góðan leik og i þessu
hlutverki. Hún hefur sem sagt tekið sér
áberandi fram, og bendir ýmislegt til, að
hún sé að ná sér á strik i auknum skiln-
ingi og betri túlkun á hlutverkum þeim, er
hún fer með.
Hér verður ekki gerð frekari grein
fyrir smau’ri hlutverkum, en með sum
þeirra var liðlega farið. Leiktjöldin mál-
aði Lárus Árnason.
125