Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 6
daga, er yið steDdur í fjórða dálki hverrar mánaðartöflu „tungl
lægst á lopti“, strýkst það þá við sjóndeildarhring Reykjavíkur
í suðri og kemur ekki upp. þá daga, er við stendur í fjórða dálki
„tungl hæst á lopti“, er það á þeim tíma, sem til er tekinn, hjer-
umbil 50 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur í suðri og
allan sólarhringinn á lopti. Viku fyrir og viku eptir hvern þessara
daga er það á þessari tilteknu klukkustund hjerumbil 26 stig fyrir
ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur í suðri, kemur upp í austri 6
stundum áður og gengur undir í vestri 6 stundum síðar.
í yzta dálki til hægri handar stendur hií forna íslenzka tímatal»
eptir því er árinu skipt f 12 mánuði [irítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávalt skuln fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki
eða lagningarvika. _____________
Arið 1909 er sunnudagsbókstafur: C. — Gyllinital: 10.
Milli jóla og langaföstu eru 8 víkur og 2 dagar.
Lengstur dagur í.Reykjavík 20 st. 56m., skemstur3st.58 m-
Myrrvar 1909.
1. Tunglmyrkvi nóttina milli 3. og 4. Júní. Hann stendur
yfir frá kt. 10.43' til kl. 2. 14' og er almyrkvi frá kl. 11.58' ti*
kl. 1. o*. Hann sjest því, einkum meðan á almyrkvanum stendur,
á íslandi um iniðnættisbilið; en tunglið er mjög lágt á lopti í suðri.
2. Sóltnyrkvi 17. Júní. Hann stendur á íslandi yflr íra
kl. 10 e. m. þsngað til rúmlega IIV2 e. m., og er um kl.
e. m. mjög stór: 9/j0 af þvermæli sólhvelsins. En hve mikið sjest
af myrkvanum á hverjum stað, er undir því komið, hve lengi sóh“
er á lopti um kveldið. Nyrzt á íslandi sjest allur myrkvinn fra
upphafi til enda. Á línunni Reykjavík-Seyðisfjörður gengur sólin
undir, meðan myrkvinn er mestur. Syðst á íslandi gengur sólin
undir skömmu eptir að myrkvinn hefst. Á Grænlandi verður þessi
myrkvi almyrkvi, eða því sem næst almyrkvi. Hann sjest einnig
í Norður-Ameríku, í hinnm allranyrztu hjeruðum Evrópu og 1
norðausturhjeruðum Asíu.
3. Tunglmyrkvi 27. Nóvember um morguninn. Hann stendur
yfir frá kl. 6. 11' til 9.38' f. m. og er almyrlcvi frá kl. 7. 14' til
8. 36'. Hann sjest alstaðar á íslandi, en er þó víða ekki alveg
lokið, þegar tunglið við sólarupprás gengur undir.
4. Sólmyrkvi 12. December. Hann sjest einungis á suður-
hveli jarðarinnar og nær ekki yfir nema heiminginn af þvermæh
sölhvelsins.