Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 60
urðu aðeins til pess að gera konurnar enn fastari í
rásinni og koma þeim enn betur í skilning um hve
stöðu þeirra í mannfélaginu væri í flestum greinum
ábótavant. Og pað að karlmennirnir neituðu að
viðurkenna fulltrúa kvennbindindisfélaganna, varð
til pess, að Susan Anthony og fjórar konur aðrar
settu á stofn árið 1852 allsherjar kvennbindindis-
félag fyrir New York-ríki. En Susan Anthony var of
langt á undan sínum tima í flestum skoðunum sínuni
á lífinu og kröfum pess, til pess að hún gæti komist
hjá að mæta mótspyrnu af ýmsu tagi, bæði aí liálfu
kvenfólks og karlfólks, og pvi kom par að lokum, að
hún hvarf frá pessu áhugamáli, enda var þegar áður
vaknaður hjá henni lifandi áhugi á öðrum máluvn,
sem hún áieit ekki síður eiga pað skilið, að fyrir
peim væri barist. Pví þegar hún nú ekki íékk pv*
framgengt sem hún vildi í bindindismálinu og önnur
mál engu léttvægari biðu pess, að einhver vildi beit-
ast fyrir þau, skoðaði hún pað sem bendingu um að
sín rétta köllun væri par.
Eitt slíkra mála var kvennréttindamálið. Barátta
hennar við bindindis-sonafélögin hafði opnað á henni
augun fyrir því misrétti, sem konur yrðu að pola af
hálfu karlmannanna. Áður hafði hún látið sér finn-
ast fátt urn »óp og ærsl« kvennréttindapostulanna og
pegar hún las i blöðunum skýrslurnar um fundinn mikla
i Seneca Falls árið 1848, pá liafði hún haft gaman af
háðglósum blaðanna og útúrsnúningi og skellihlegið
að samþykt fundarins um kosningarrétt kvenna, slíkur
hégómi fanst henni pað. En við að lesa ritgjörð
eina eftir Lucretíu Mott, aðra peirra kvenna, sem
höfðu átt mestan pátt í Seneca Falls-fundinum, fór11
skoðanir hennar að breytast og kvennréttindamálið
að liorfa öðru vísi við henni en áður.
En það sem hafði mest áhrif á hana og loks kom
til leiðar algjörðri stefnubrej'tingu hjá henni, var pað
að hún á árunum, sem hún stýrði búi föður sins,
(46)