Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 98
Veðurlag eptir tunglöld.
Gamalt niál er það, að líkt veðurlag sje árlega á
tunglöld hverri, og mun nokkuð vera liæl't í því ef
ekki kemur liafis óvenjulega mikill að landinu, sem,
eins og kunnugt er, hefur svo mikil álirif á veður-
agið. En hafísinn er háður lögmáli haístraumanna.
Sama tunglaldarár á tunglöld hverri eru allar
tunglkomur um sama lciti í hverjum mánuði og all-
ur gangur tunglsins yfirleitt hinn sami.
Arið 1909 er hið tíunda tunglaldarár; en á nsestl.
tunglöld var árið 1890 hið tíunda tunglaldarár, og á
þá, eptir þessu gamla máli, veðurlagið að verða likt
því, sem þá var, árið 1909.
Til þess að menn geti nú veitt þessu eptirtekt cr
hjer í stuttu máli skýrt frá veðurlaginu á Suðurlandi
árið 1890.
Janúar: Óstöðugtvegurlagyfirleitt,snjókomur nokkr-
ar og harka.
Febrúar: Sama óstöðuga veðurlag með snjókomu og
liörku. Veðrabati nokkur í siðari hluta
mánaðarins.
Marz: Umhleypingar með snjógangi, liörku og
stormi (veðurhæð i stigum ekld fyrir hendi
frá þeim tíma). Veðrabati undir mán.lokin.
April: Ostöðugtveðurlag.snjókomuroghörkurlitlar
Maí: Gott vorveður yíirleilt allann mánuðinn.
Júní: Sama góða tíð allann mánuðinn en nokkuð
kuldakendara.
Júli: Gott súmarveður, opt með bjarfviðri.
Ágúst: Sama veður yfirleitt og hentugasta hejr-
annatíð alt lil hötuðdags. ,
Sept.ber: Miklar rigningar. Úrkomusamt og óstoð-
ugt veðurlag.
Október: Úrkomusamt og óstöðugt veður og stund-
um snjókent.
Nóvembr.: Umhleypingur yfirleitt, stundum með snjo-
komu og hörku.
Desembr.: Óstöðugt veður, talsverður snjógangur
með hörku og umhleypingi til árslokanna.
(84)