Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 58
í frálivarfi sinu i'rá venjum trúflokks síns, að hún tók
hér þátt í dansleik, en gat þess rejmdar eftir á, að
léti hún það eftir sér oftar að stíga dans, þá yrði
það að vera með bindindismanni, en ekki með manni,
sem hefði yndi af því að gjöra sjálfan sig að fífli!
Bindindismálið var af almennum framfaramálum,
það sem fyrzt tók liuga hennar fanginn. Víða um
New York-ríkið höfðu þá myndast svo nefnd bind-
indis-sonafélög (»Sons of Temperance«.J, en þeim til
stuðnings í starfi þeirra höfðu konur myndað bind-
indis-dætraíélög („Daughters of Temperance”), hverra
verkefni var að gangast fyrir þeningasamskotum
handa bræðrafélögunum, safna undirskriftum undir
ýmiskonar áskoranir bæði til almennings og einstakra
manna, valdhafa og löggjafa. En að konur að öðru
leyti berðust fyrir málinu opinberlega eða tækju
þátt í umræðum um það á mannamótum, þótti ekki
við eiga, þar sem slikt »kæmi í bága við guðs orð«.
En Susan Anthony, sem gengið hafði í dætrafélagið
í Canajoharie og var ein í framkvæmdarstjórn þess,
veitti erfitt að sætta sig við slíka tilhögun, sem henni
fanst hæði ranglát og niðrandi fyrir kvenfólkið. Og
þar kom um síðir, að hún kvaddi til almenns fuudar
þar í bænum, þar sem hún flutti langt og skorinort
erindi um bindindismálið og nauðsyn þess, að ein-
mitt konur beittust fyrir því, en á annan veg en
hingað til; starf þeirra ætti að vera sjálfstætt, en ekki
■einskonar undirtyllustarf. Pvi í öðru eins máli og
bindindismálinu væri hlægilegt að vilja synja konuiu
jafnréttis við karlmenn, — konunum, sem hvað mest
hefðu á öllum tímum fengið að kenna á bölvun ot-
drykkjunnar sem mæður og eiginkonur, sem dætur
og systur.
Þetta var hið fyrsta skifti sem Susan Anthony
Jiætti sér upp í ræðustólinn. En það varð ekki sið-
asta skiftið, því að fáar konur hafa oftar staðið a
(44)