Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 54
þessi árin, sem liðin eru síðan lauk Krím-ófriðnum.
011 Norðurálfan veit nú hvað hjúkrunarstarfið í öllum
sjúkrahúsum stórborganna á henni að þakka, tillögum
hennar og viturlegum ráðum; hitt vita færri hvað her-
mál Englendinga eiga henni að þakka, sérstaklega
það, hvern þátt hún á í öllum þeim umbótum, sem
orðið hafa síðan á allri meðferð hermanna, bæði á
friðar og ófriðartímum. Meðal margra nytsemdar-
fyrirtækja, sem hún á frumhugmyndina að, skal hér
að cins mint á eitt, liið lieimsfræga hjúkrunarfélag
oRauða krossinn«. Fjölda ritgjörða um hjúkrunar-
mál hefir hún samið, sem allar hafa verið lcsnar með
athygli víðsvegar um heim.
Florence Nightingale er nú orðin 88 ára gömul,
þrátt fyrir sína miklu vanheilsu um rúm 50 ár. Hún
liefir fram á þennan dag fengið að lialda óskertum
sálargáfum sínum og hefir hún því getað fylgst með
i öllum þeim framförum, sem hjúkrunarstarfið hefir
tekið á síðasta mannsaldrinum. Tignustu menn heims-
ins, vitrustu og voldugustu, hafa sótt lrana heim og
á alla vegu reynl að láta henni i té virðingu sína.
Síðastliðinn vetur lieiðraði Játvarður konungur hana
með verðlaunapcning, sem engin hrezk kona hefir
áður meðtekið og mjög sjaldan hefir verið útbýtt;
nokkru síðar gerði Lundúnaborg liana að heiðursborg-
ara, og mun engin kona hafa hlotið þann heiður íyrrh
en ekkert hefir þó glatt hana innilegar um dagana, en
að sjá hjúkrunarstarfið blómgast meðal allra ment-
aðra þjóða og nafnið »hjúkrunarkona« verða eitt hið
virðulegasta heiti í meðvitund allra góðra, siðment-
aðra manna.
í sögu líknarstarfsins mun nafnið Florcnce Night-
jngale ávalt verða nefnt meðal hinna fremstu og veg-
legustu.
./. H.
(40)