Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 64
hér verða karlmennirnir að kepþa við hinn ódýra
vinnukraft kvenfólksins. Ef þér þvi viljið bæta launa-
kjör yðar, þá verðið þér jafnframt að berjast fyrir
launahækkun kvenfólksins«.
Ekki verður það sagt, að gjörður væri góður
rómur að þessari tölu, sízt af kvenfólkinu, sem við-
statt var. Þær stórlinej'ksluðust á lienni flestar.
»Aðra eins frekju hefi ég nú aldrei heyrt eða séð«,
sagði ein þeirra. »Eg stórskammast mín fyrirhana«>
mælti önnur. »Ég óskaði mér, að ég gæti horfið
niðrúr gólfinu«, sagði sú þriðja. »En hvaða skeþna
getur þetta verið?« spurði sú íjórða o. s. frv.
Frásaga þessi er lærdómsrik. Hún gjörir þa^
tvent í senn, að sýna oss hvernig litið var á réttindi
kvenna um miðbik næstliðinnar aldar, og sýna oss
áræði, þrek og rökfimi Susönnu Anthony. En fjölda
áþekkra frásagna úr baráttu hennar mætti tilfæra e*
rúmið leyfði. — —
Pví betur sem Susan Anthony íhugaði kvennrétt-
indamálið, þess betur sannfærðist hún um, að fyrsta
skilyrðið fyrir öllum verulegum umbólum á réttai-
stöðu kvenna væri, að konur fengju atkvœðisrétt uffl
almenn mál. Og þetta varð þá líka upp frá þessu
aðaláhugamál hennar, sem hún helgaði alla sina
krafta; öll mál önnur, sem hún fékst við um dagana,
stóðu að einhverju leyti í sambandi við það.
Til þess að hrynda því máli áfram þurfti bæði
mikið viljaþrek og mikla ráðhj'gni og staðfestu, svo
gömlum og svo rótgrónum hleypidómum, sem þaI
var að mæta. Susan Anthony var þetta fyllilega ljóst
frá byrjun, en hún lét það ekki hótið á sig fá. Mál-
efnið var svo gott, áleit hún, og trú hennar á sigui
þess um síðir svo bjargföst, að henni mátti ekkert
aftra. Hún ferðaðist nú um þver og endilöng Banda-
rikin, úr einu ríki í annað og úr einni borg i aðra,
hélt fundi og samkomur, bæði í húsum ogundirbei-
um himni, flutti fyrirlestra og tók þátt í kappræðurn