Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 70
ekki. Þegar vinkonur hennar slógu á þann streng
\ið hana í gamni, var viðkvœðið lijá hcnni jafnan
þetta: »Eg get aldrei fallist á, að sá maður sem ég
elska, »hvítur, karlfæddur innborinn ameriskur borg-
ari«, eins’ og stjórnarskráin að orði kemst, fari að
binda trúss við pólitiskan þræl og úrhrak (pariahj
eins og mig. Fyrst þá er ég hefi krýnd verið öllum
réttindum amerísks borgara, get ég farið að líta við
þeirri félagslegu stofnun er hjónaband nefnist; en
þangað til hlýt ég að helga alla krafta mína frelsi
systra minna«.
En hver er svo árangurinn af öllu starfi þessarar
konu? Peirri spurningu svarar einn þeirra, er sanúð
hefir æfisögu hennar, á þessa leið: sSérhver ung
stúlka, sem nýtur æðri skólamentunar; sérhverkona,
sem vinnur fyrir sér i stöðu, sem hún hefir sjálf val-
ið; sérhver eiginkona, sem hefir umráð yfir því se®
hún hefir sjálf unnið sér inn eða að erfðum fengidJ
sérhver móðir, sem hefir sömu heimild til að skipa
lyi’ir um uppeldi barnsins sins sem faðir þess; ser-
hver kona, scm ásamt öðrum, er hugsa eins, starfai
að eigin framförum og félagsins — á þessi dýrmœW
forréttindi öllu öðru fremur að þakka starfi Súsönnu
Anthony«.
(56)