Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 56
pað. Ekki var hann í öllu trúarbræðrum sinum að
skapi og sætti jafnvel hvað eftir annað átölum safn-
aðaröldunganna fyrir sérlyndi og óhlýðni við setninga
kvekaraflokksins. Hann hafði t. a. m. gengið að eiga
konu, sem var baptistatrúar. Slikt var á móti regl-
um kvekara og varð hann að gjöra söfnuðinum opin-
berlega afsökun sína fyrir pað, en gat pess jafnframt, að
sér hefði verið ómögulegt annað par sem hann vissi
sig enga aðra konu hafa elslcað en pessa. Hann varð
líka að sæta ofanígjöf fyrir pað, að hann leyfði sér
meiri viðhöfn í klæðaburði en vel pykir sæma meðal
kvekara. En loks pótti óhlýðni hans við viðteknar
venjur safnaðarins keyra svo úr hófi fram að hann
var gjörður safnaðarrækur. Hann hafði sem sé leyft
ungu fólki úr sveitinni að dansa í sal, sem hann liafði
umráð yfir, og tjáði ekki hót sú afsökun hans, að
hann hefði gjört pað einvörðunga til pess að koma
í veg fyrir að unga fólkið fengi sér húsnæði á veit-
ingahúsinu og leiddist við pað út í svall. Tók hann
sér burtreksturinn mjög nærri, pví hann áleit verkið
gott, sem hann var rekinn fyrir, og unni kvekara-
kirkjunni sem beztu kirkju heimsins, enda hélt liann
áfram að sækja guðspjónustu-samlcomur kvekara. En
samband hans við kvekaraflokkinn fór samt upp fra
pessu smá kólnandi og gjörði mest til pess afstaða
kvekaranna til prælalausnar-málsins, svo par kom
um síðir að hann snéri algjörlega baki við peim.
Þegar Susan Anthony var 6 ára gömul fluttust
foreldrar hennar til Battenville í New York-ríki og
hélt faðir hennar par áfram vefaraiðn sinni. En svo
var mikil óbeit hans á prælahaldinu, að hann vildi
helzt ekki vinna úr annari bómull en peirri, sem hann
vissi að framleidd hafði verið á ekrum, par sem
unnu leysingjar.
Á peim tímum var lítið um hjúahald hjá lægn
stéttum manna i Vesturheimi. Konu og dætrum var
ætlað að vinna flest hjúaverk á heimilinu og pví vand-
(42)