Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 45
sem hæfastar væru til starfsins. En hvar var slíka
konu aö finna?
Hermálaráðherra Breta sem þá var, Sidney Her-
•'ert, þekti vel William Nightingale og heimili hans.
Honum var vel kunnugt um áhuga Florence á hjúk-
•'unarstörfum, þekti gáfur hennar og miklu hæfileika
°g var fullviss um, að ekki væri völ á neinni konu
hæfari til þess að takast á hendur yfirumsjón lijúk-
runarstarfsins á herstöðvunum austur írá. En hann
áleit jafnframt, að ekki væri til neins að skora áliana
að taka þetta starf að sér, nema þvi fylgdi því sem
uæst alræðisvald og lienni væri trygð fullkomin stoð
hrezku stjórnarinnar. Og þá fyrst er Sidney Herbert
hafði borið fram tillögur sínar i stjórnarráði Breta
°g þeim verið vel tekið, skoraði hann á Florence
Nightingale að takast þetta vandamikla starf á hendur.
En sama morguninn sem bréf ráðherrans var
sent af stað frá Lundúnum, hafði Florence afhent a
þósthúsinu í Lea Hurst bréf lil ráðaneytisins, þar
sem hún bauð sig fram sem hjúkrunarkona á ófrið-
EU’stöðvunum! Hún hafði alls enga hugmynd um
fyrirætlanir Herberts, en það að lesa grein Russels
hafði knúð fram þetta áform hennar.
Þegar blöðin nokkrum dögum seinna íluttu þau
tiðindi, að Miss Florence Nightingale væri falin yfir-
umsjón allrar hermanna-hjúkrunarinnar á ófriðar-
svæðinu, með því sem næsl ótakmörkuðu valdi, vakti
Það, sem að líkindum ræður, mjög mikla eftirtekt.
Hver er þessi Miss Nightingale? spurðu menn um
land alt, og blöðin svöruðu þeirri spurningu með
iöngum greinum um hana. Sum þessara blaða voru
tull af »forundrun« yfir þessari ráðstöfun og töldu
lítið vit og litla forsjá í þvi að fela henni jafn vanda-
samt starf. Fær mundu brátt fá nóg af öllu saman
þessar hjúkrandi hefðarkonur, gott ef þær entust út
mánuðinn. Og háðblöðin skopuðust að ráðstöfun
(31)