Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 40
Florence Nighlingale er íredd í Florens á ítalíu
12. maí 1820. Svo stóð á því, að foreldrar hennar
vorn á ferð þar suðurfrá er dóttirin fæddist þeini.
En hún var nefnd ei'tir hinuni fagra fæðingarstað
sinutn. Annars áttu þau heima í Lea Hurst í Derbj'-
shire á Englandi. William Shore Nightingale, faðir
liennar, var auðugur stóreignamaður, göfuglundaður
og ágætlega mentaður, með opnu auga fyrir öllu góðu
og fögru. Móðir hennar var og liámentuð kona af
tignum ættum og göfugasta innræti, hjálpfýsin sjálí
og hjartagæzkan við alla bágstadda, sem liún náði til-
Frá henni mun Florence hafa erft mannkærleika sinn
og fórnfýsi, en frá föður sínum námfýsina og þekk-
ingarþorstann, sem svo snemma einkendi hana, enda
var þegar frá upphafi lögð hin mesta rækt við að
inenía Florence og systur Iiennar, en bræður átti
lnin enga.
Brjóstgæði og meðaumkvunarsemi voru snemma
þeir eiginleikar sem mest bar á lijá Florence. Brúð-
unum sínum lét hún í té móðurlega umönnun, blómín
elskaði hún og skepnurnar voru kærustu vinir hennar.
En sérstaklega mátti hún ekki líta sjúkan mann eða
farlama, að hún ekki kæmist við og langaði til að
liðsinna honum á einhvern hátt. Og er hún varð
stálpaðri tók liún að leita uppi sjúka menn og hjálp-
arþurfa í nágrenninu, til þess að láta þeivn í té þn
hjálp er hún mætti inna af hendi; en svo var henm
þetta mikið áhugamál að hún þegar áfermingaraldri
liafði kynt sér helztu meginreglur hjúkrunarfræðinnar.
Foreldrar hennar voru mjög gestrisin, bæði heinia
fyrir og eins í Lundúnum, þar sem þau venjulega
dvöldu skammdegismánuðina að hætti enskra auð-
manna, og þangað komu margir. Faðir hennar sótti
og gjarnan mannfundi og vildi að kona sín og dætur
gjörðu hið sama, enda voru dæturnar hvor annarri
fríðari sýnum. Fyrst í stað féll Florence vel mann-
fundalífið, en þegar frá leið tók hún að fá óbeit a
(26)