Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Page 62
heimili aö veita forstöðu. Henni kom því vel sam-
vinnufélagskapurinn við jafn ötula og óþreytandi konu
og Susan Anthony, enda varð hún líka innan skamms
aðal forkólfur allra framkvæmda í kvennfrelsisbar-
áttunni. Hún sagði oftast fyrir hvernig baráttan
skyldi háð. Hún stóð fyrir útvegun á húsnæði til
fundarhalda, hún réð því hverjum skyldi bjóða að
taka þátt í fundunum eða biðja um það, hún annaðist
allar auglýsingar um fundina í blöðunum og skýrsl-
ur um þá í þeim blöðum, sem hreyfingunni voru
velviljuð, hún samdi áskoranir til almennings og
safnaði undirslcriftum undir þær, hún útbýtti flugrit-
um, blöðum og bæklingum um málið o. s. frv. En
um fram alt var það hennar verk að sjá um fjárhags-
legu hliðina á hreyfingunni, því barátta þessi var i
mörgu tilliti kostnaðarsöm, gaf ekkert í aðra hönd, en
lieimtaði talsverð útgjöld. Hér reið þvi á hagsýni
og ráðdeild, en hvorttveggja var Susan Anthony gefið
í ríkum mæli.
Susan Anthony hafði, eins og búast má við af
konu, er svo lengi hafði við kenslustörf fengist, mik-
inn áhuga á öllum skólamálum. Hún sá glögt gall-
ana á allri tilhögun skólanna, stjórn þeirra og kenslu-
aðferðinni sjálfri. En sérstaklega gramdist henm
hvílík smánarlaun kenslukonur urðu að sætta sig við.
Og henni var þvi ljúfara að hefja baráttu gegn þessu,
sem enginn gat sagt með sanni, að hún berðist fyrir
eigin hagsmunum, þar sem hún sjálf fyrir nokkru
hafði látið af kenslustörfum. Sumarið 1853 sótti hún
skólafund þann er árlega var haldinn í Rochester, og
hlýddi á umræður, því ekki höfðu konur þar mál-
frelsi fremur en annarstaðar. Eitt af umræðuefnum
fundarins — og einmitt það, sem sérstaklega hafði
hvatt hana til þess að sækja fundinn, svo önnum
kafin sem hún annars var af öðrum áhugamálum
sínum — hljóðaði svo: »Hvernig stendur á því, aö
kennarastarfið er miður metið en störf lögfræðinga
(48)