Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Side 76
Júní 30. Komu mislingar til Stykkishólms með veikum
manni frá »Ceres«. Breiddust þeir þaðan út viðs-
vegar um landið en urðu þó eigi mjög mannskæðir.
Júlí 1. Alþingi sett.
— 2. Kirkjumálafundur presta haldinn í Reykjavík.
— 2. Dr. Knebel og málari Rudloff, þýskir ferðamenn,
druknuðu í stöðuvatni í eldíjallinu Öskju.
— 11. Víglundur Berentss. organl. drukn. á Norðflrði.
— 12. Bærinn á Skerðingsstöðum i Reykhólasveit,
ásamt tveimur skemmum og fjósi, brann með öllu,
litlu hjargað.
— 23. Aðalfundur íslandsbanka í Reykjavík.
— 29. Byrjaði nýtt hálfsmánaðar frjettablað, Huginn,
að koma út í Rvík.
— 30. Friðrik konungur VIII. kom til Reykjavíkur
með föruneyti sínu og 40 danskir ríkisþingsmenn,
ásamt fjölda af ferðamönnum útlendum og inn-
lendum; voru þann dag og næstu daga veisluhöld
og fagnaður mikill fyrir konungi og öðrum gestum.
Agúst 1 reið konungur með föruneyti til Ringvalla,
einnig þingmenn innlendir og útlendir, ásamt
miklum fjöida annara manna.
— 2. VarPjóðhátíð haldin áPingvöllum, ræður fluttar
og fjölmenn veisla haldin; voru þar saman komnir
innlendir og útlendingar svo þúsundum skipti.
— 3. Reið konungur og mikill fjöldi manna fra
Þingvöllum til Geysi.
— 6. Var konungur við Þjórsárhrú þar sem Arnes-
ingar og Rangvellingar hjeldu þjóðhátíð sína og
búfjársýningu.
— 7. Kom konungur og allir, sem honum höfðu fylgt,
til Rejdcjavíkur úr austurförinni, sem að öllu gekk
vel, enda veður bjart og blítt allan tímann.
— 9. Kvaddi konungur og ríkisþingsmenn Rvík og
íóru þeir á 2 skipum norður um land til að heim-
sækja ísafjörð, Akureyri og Seyðisfjörð. A öllum
stöðunum var þeim vel fagnað.
(62)