Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Síða 108
Sití af hverju.
Kvennrjettindi.
Árið 1847 var fyrst rætt á alþingi um aukin rjett
kvenna; erfðalögunum átti þá að breyta svo, að kon-
ur fengju jafnstóran erfðahlut og karlmenn; áður
fengu þær ekki nema helming. En árið 1850 voru
lögin um þetta fyrst staðfest. Pað var 7 árum fyr
en Danir breyttu sínum erfðalögum í sömu átt. Árið
1861 urðu konur jafnt karlmönnum hálfmyndugar 16
ára, fullmyndugar 25 ára.
Árið 1882 var lögleitt, að ekkjur og ógipíar kon-
ur, sem standa fyrir búi, hafi kosningarrjett til hrepps-
nefnda, sýslunefnda, bæjarstjórna og safnaðarnefnda,
þegar þær eru 25 ára og að öðru leyti fullnægja skil-
yrðuni þeim, er lögin ákveða. Árið 1899 samþykktí
alþingi lög um fjármál hjóna; með þeim fjekk konan
meiri ráð yfir eignum sinum og atvinnu.
Árið 1907 var lögleitt fyrir Reykjavíkurbæ, nö
konur 25 ára giptar og ógiptar skyldu þar hafa kosn-
ingarrjett og kjörgengi til bæjarstjórnar iafnt karl-
mönnum, þcgar þær eru fjárs sins ráðandi, ekki öðr-
um háðar sem hjú, og greiða eitthvað í bæjarsjóð.
Líklegt er að ekki líöi mörg ár, þar til lík lög verða
samin fyrir allt landið.
Þingfararkaup.
Á Frakklandi fá þingmenn hæzí laun fyrir þing-
setu. Þeir liafa í árslaun 6500 kr. liver. Á Ungverja-
landi fá þingmenn einnig árslaun 5600 kr. og auka-
þókntin þeir, sem ekki eru búsettir í Budapest, þar
sem þingið er haldið. Á Þýskalandi fá þingmenn
2700 kr. í Hollandi fá þingmenn í neðri málstofunní
1800 kr. og allan ferðakostnað. í Grikklandi eru laun
(94)