Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 44
inn yrði fyrir þvi. En ófrið þennan bar bráðar
að en svo, að nægilegur viðbúnaður yrðihafður, sér-
staklega þó að þvf er snertir umönnun alla fyrir
þeim er sárir kynnu að verða i ófriðnum. Frakkar
stóðu þó betur að vígi þar sem þeir höfðu með sér
heila fylkingu kaþóiskra líknarsystra þangað austur.
En Englendingar sendu engar hjúkrunarkonur og
vörpuðu allri sinni áhyggju upp á herlækna sína,
sem lildega hafa ekki allir verið hálærðir. Peir þóttust
hafa fengið fulla reynslu fyrir því, að hjúkrunar-
konur gæfust illa í ófriði, en slíkt var ekki að furða,
því að til þcss starfs höfðu oft valist miður heppi-
legar kvennsniftir, sem vantaði alla þekkingu á þeini
efnum. En hrátt kom í ljós hve óheppileg þessi ráð-
stöfun þeirra var. Ástandið á herspítulunum varð
brátt alveg óþolandi. Hermennirnir ffuttu að vísu
særða félaga sína inná sjúkrahúsin, en að flytja þá
þangað var sama sem að kveða dauðadóminn upp
yfir þeim. Sjúklingarnir iágu í kösum á sjúkrastof-
unum, miklu fleiri í stofu hverri en nokkur skynsemi
var i, og þar var enga hjálp að fá aðra en þá, er fé-
lagar þeirra er minna voru sárir, gátu þeim i té fátið.
Oþrifnaðurinn keyrði fi am úr hófi og andrúmsloftið
óþolandi. Á Englandi vissu menn næsta litið uni
þetta fyr en blaðamaður einn, Russel, sem heims-
blaðið »Times« hafði sent austur á ófriðarstöðvarnar,
lýsti hinu hræðilega ástandi á iierspitulunum í frétta-
grein einni i nefndu blaði, þar sem liann lauk máli
sinu með alvarlegri áskorun til brezkra kvenna um
að koma og hjálpa í þessum miklu bágindum. Pessi
áskorun varð ekki árangurslaus. Fjöldi kvenna af
öllum stéttum hauð sig fram til austurfarar til þess
að hjúkra liinum særðu, — en þar vantaði það sem
mest á reið, konu, sem væri fær um að taka að sér
aila yfirumsjón með hjúkrunarstarfinu, koma skipu-
lagi á það og velja úr hóp sjálfboðanna þær konur
(30)