Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 2
Forstöðumenn þjóðvinafélagsins
1942 og 1943.
Forseti: Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Varaforseti: Pálmi Hannesson, rektor.
Meðstjórnendur: Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
Guðm. Finnbogason, landsbókavörður.
Þorkell Jóhanuesson, bókavörður.
Bækur þjóðvinafélagsins.
Ódjrustu bækurnar, sem nú fást.
Þjóðvinafélagið hefur enu til sölu allmikið af bókum,
sem það hefur gefið út, síðan Jiað hóf stai*f sitt. 1 Alman-
akinu í fyrra var birt skrá um bækur þessar, og skal hér
vísað til hennar, því að géra má ráð fyrir, að hún sé í
höndum flestra, sem þessar línur lesa. Hafa á henni engar
stórvægilegar breytingar orðið.
Kaupið Almanakið og Andvara.
Andvar' og Almanak eru einhver merkustu ritsöfn, sem
út hafa v rið gefin hér á landi. Þessi ritsöfn eru nú komin
á sjöunda áratuginn, og allar vonir eru til þess, að þeim
verði enn langs aldurs auðið.
Upplag þeirra hefur nú verið aukið stórlega. Nokkrir
fyrri árgangar eru uþpseldir, sumir fyrir löngu, og lítið
til af öðrum. Þess er því lítil sem engin von, að mönnum
geti heppnazt héðan af að eignast söfn þessi heil, nema
einstöku manni, og þá fyrir of fjár.
Það skal brýnt fyrir öllum kaupendum Almanaksins
og Andvara, að nóta tækifærið nú til þess að eignast það
sem unnt er af eldri árgöngum,' meðan hægt er að fá all-
stórar samstæðar heildir, þó að nokkur skörð verði í. Er
bæði, að lestrargildi þessara bóka er mikið fyrir alla fróð-
ieiksgjarna og þjóðrækna menn, og svo er þess líka að
gæta, að fyrir þá menn, sem um hríð hafa keypt ritin eða
nýlega hafa byrjað að halda þeim saman, verða söfn þeirra
í framtíðinni því dýrmætari, sem þeim fyigir meira af
(Framh. á 3. kápusíðu.)