Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 41
fram á, að rauði liturinn á Prontozil væri einskis
virði, en þessar rannsóknir vöktu þann grun, að
Prontozil hefði veriS gert flóknara en nauSsyn
krafSi, rauSi liturinn væri verzlunarbrella, er gerSi
kleift aS vernda lyfiS meS einkaleyfi, því aS einka-
leyfisverndin á sulfanilamid var útrunnin fyrir 10
árum.
Þess var skammt að biða, að Prontozil og sulfanil-
amid væri þrautprófað i mörgum löndum, og árang-
urinn reyndist svo góður, að, telja verður lyf þessi
einhvern mesta sigur þessarar kynslóðar i læknis-
fræSi. ÁSur en Prontozil kom til sögunnar, var
ekkert lyf til, er kæmi að verulegum notum í bar-
áttunni við keðjusýklana. En þetta lyf, eða sulfanil-
amid, hefur læklcað dánartöluna af völdum þessara
sýkla til greinilegra muna og einnig stytt sjúkdóms-
ferilinn.
Þessi lyf hafa einkum reynzt vel við barnsfarar-
sótt, heimakomu, skarlatssótt, blóðeitrun, eyrna-
hólgu og öðrum sjúlcdómum, er þessir ákveðnu
sýklar valda. Þá hefur það reynzt vel við lekanda,
enda þótt lekandasýkillinn sé ekki í hópi keðju-
sýkla, og enn fremur við ákveðinni tegund lieila-
himnubólgu, sem sýkill einn veldur, er um lífshætti
svipar nokkuð til lekandasýkilsins. Þá má geta
þess, að þessi lyf hafa komið að nokkru gagni við
trachoma, sem er kvalafullur atign'sjúkdómur, er
oft veldur blindu.
Eigi leið á löngu, að Þrontozil og sulfanilamid
færu sigurför um heiminn. Einkum kom skrið-
ur á notkun þeirra eftir alþjóðalæknaþing, sem
haldið var i London 1936. Þar var staddur ungur
læknir frá Ameríku, Perrin Long að nafni. Hann
tók upp rannsóknir á lyfjum þessum, ásamt félögum
sinum við John Hopkins sjúkrahúsið. Rannsókn-
irnar fóru fram í kyrrþey, en eitthvað kvisaðist þó
(39)